fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér skilst að ég eigi í fyrirtæki, óbeint, sem heitir Landsbankinn hf. Í fyrirtækinu mínu situr stjórn. Hún taldi rétt að hækka mánaðarlaun forstjórans samtals um 1700 þúsund kr. á innan við ári, eða úr 2,1 milljón í 3,8 milljónir.“

Þetta segir Heimir Karlsson, hinn vinsælasti þáttastjórnandi Í bítið á Bylgjunni, í stuttum pistli á Facebook þar sem hann gagnrýnir risa launahækkanir Lilju Einarsdóttur, Landsbankastjóra, en umræða um laun hennar hafa verið eitt hitamál vikunnar. Þau hækkuðu í tvígang á innan við ári, um alls 82 prósent, eð 1,7 milljónir á mánuði. Flestir hafa lýst yfir hneykslun sinni, þar á meðal forsætisráðherra og fjármálaráðherra, sem hefur kallað eftir skýringum, enda er það yfirlýst stefna yfirvalda, sem eiga bankann, að launahækkanir ríkisforstjóra séu hóflegar.

Heimir Karlsson er afar ósáttur og segir:

„Þessi hækkun er rúmar 20 milljónir kr. á ári!!!“

Heimir bætir við og er afar ósáttur:

„Hefur bankinn skilað svona rosalega góðum árangri eða hver eru raunveruleg rökin? Ég tala nú ekki um taktleysið miðað við ríkjandi ástand undanfarin misseri? Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang? Annaðhvort og ekkert þar á milli. Er stjórnin að sýna með þessu að hún beri hag bankans fyrir brjósti og þar með hag okkar eigenda bankans?“ spyr Heimir og bætir við að lokum:

„Ef hún getur ekki sýnt fram á það, ætti hún að víkja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni