fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Jón Baldvin og Bryndís hyggjast stefna RÚV: „Sorp­blaðamennska – á kostnað skatt­greiðenda?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónakornin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram hyggjast stefna RÚV og tveimur starfsmönnum þess, þeim Helga Seljan og Sigmari Guðmundssyni, nema stofnunin dragi til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiði“ í þeirra garð. Fær útvarpsstjóri viku til að verða við kröfum þeirra. Þetta kemur fram í grein Jóns og Bryndísar í Morgunblaðinu í dag.

Hinar meintu röngu og tilhæfulausu fullyrðingar eiga að hafa fallið í viðtali við Aldísi Schram í Morgunútvarpi Rásar 2 og í grein sem þeir Sigmar og Helgi skrifuðu í Morgunblaðið í síðustu viku, sem hjónin nefnda „sjálfsvarnaræfingu“:

„Spyrja má, hvernig áheyr­end­ur geti myndað sér for­dóma­lausa skoðun á um­fjöll­un­ar­efni, ef frétta­menn bjóða þeim bara upp á ein­hliða frá­sögn ann­ars deiluaðila; velja það eitt til birt­ing­ar úr gögn­um máls, sem hent­ar fyr­ir­fram­gef­inni niður­stöðu; stinga und­ir stól gögn­um, sem sanna, að fréttamaður og/ eða viðmæl­andi fer með rangt mál; eða ef fréttamaður huns­ar vott­fest­an framb­urð vitna?“

segir í grein þeirra hjóna í dag.

Þá leitast þau hjón við að útvarpsstjóri áminni þá starfsmenn sem áttu í hlut, fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins og biðji hlustendur sína afsökunar á „óboðlegum“ vinnubrögðum fréttamannanna.

„En ef þér, hr. út­varps­stjóri, kjósið að bregðast ekki við þess­ari áskor­un okk­ar, áskilj­um við okk­ur all­an rétt til að stefna yður, fyr­ir hönd Rík­is­út­varps­ins, og starfs­mönn­um yðar, sem og viðmæl­end­um, fyr­ir rétt, til þess að fá meiðyrði, rang­hermi og til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, dæmd­ar dauðar og ómerk­ar. Og að Rík­is­út­varp­inu verði skylt að bæta þolend­um þess­ar­ar ófræg­ing­ar­her­ferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyr­ir af völd­um RÚV.“

 

Hjónin voru ósátt með eftirfarandi atriði og tala um sorpblaðamennsku

14 fals­frétt­ir

„Hér fer á eft­ir stutt upp­taln­ing á til­hæfu­laus­um ásök­un­um, röng­um full­yrðing­um og gróf­um meiðyrðum, sem um­rædd­ir frétta­menn báru á borð fyr­ir hlust­end­ur sína á Rás 2 í viðtalsþætti sín­um við Al­dísi Schram hinn 17. jan. sl.:

1) „Al­dís sakaði föður sinn um kyn­ferðis­brot 1992“. Ósatt. Sjá Mann­lífsviðtal í feb. 1995

2) Hót­un dótt­ur um að kæra föður „veld­ur því að hún er lokuð á geðdeild í mánuð“. Ósatt. Sjá lög og regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

3) „Í hvert sinn sem kastaðist í kekki við föður“…„sigaði (hann) ávallt á hana lög­reglu“. Ósatt. Sjá lög­reglu­vott­orð og regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

4) „Sem ut­an­rík­is­ráðherra og sendi­herra gat hann hringt í lög­reglu, og þar með var ég hand­tek­in…og færð í járn­um upp á geðdeild.“ Ósatt. Sjá lög­reglu­vott­orð og regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

5) Bréfs­efni sendi­ráðs sýn­ir, að „það er því hafið yfir vafa, að hann reyndi að mis­nota aðstöðu sína…“ og „af­skipti af Al­dísi skráð sem aðstoð við er­lent sendi­ráð“. Það get­ur eng­inn, hvorki sendi­herra, né ráðherr­ar, né nein­ir aðrir, látið nauðung­ar­vista aðra mann­eskju. Sjá regl­ur um nauðung­ar­vist­un. Lög­regla ber ein ábyrgð á rangri skrán­ingu í sína skýrslu. Al­gert auka­atriði.

6) Að JBH hafi „látið nauðung­ar­vista hana í enn eitt skiptið“ eft­ir Washingt­on-heim­sókn 2002. Rangt. Sjá frá­sögn um at­beina fé­lagsþjón­ustu og til­sjón­ar­konu vegna ör­ygg­is dótt­ur.

7) Hót­un for­eldra: „Ef ég tæki ekki til baka ásök­un mína um kyn­ferðis­brot JBH…myndu þau láta loka mig inni“. Ósatt. Sjá regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

8) „Tveir lög­reglu­menn, ef ekki þrír, ryðjast inn…“ Sjá lög­reglu­vott­orð. JBH og BS aldrei leitað til lög­reglu vegna Al­dís­ar.

9) „Þegar barnið er tekið frá mér, verð ég ær“ – Skýr­ing: Gert með at­beina um­sjón­ar­konu og barna­vernd­ar­nefnd­ar er barni komið í fóst­ur, á meðan móðir er vistuð á sjúkra­stofn­un.

10) „Nauðung­ar­vist­un fór held­ur ekki fyr­ir dóm, eins og bar að gera“: Sjá viðtal við yf­ir­lækni geðdeild­ar Land­spít­al­ans á mbl.is um starfs­regl­ur um nauðung­ar­vist­un.

11) Sig­mar: „Í hvert skipti sem þessi umræða kem­ur upp, ert þú nauðung­ar­vistuð? – Al­dís: Já, í sex skipti, ef ég man rétt.“ Ósatt. Sjá regl­ur um nauðung­ar­vist­un og lög­reglu­vott­orð.

12) „Vissi ekki af grein­ingu fyrr en 2013.“ Ósatt. Skil­greind geðfötluð að eig­in frum­kvæði hjá TR árum sam­an, vegna ör­orku­bóta.

13) „Þá er ég bara sprautuð niður um leið eða lát­in taka lyf.“ – Sjá starfs­regl­ur geðdeild­ar Land­spít­al­ans um fram­leng­ingu vist­un­ar og lyfja­töku, sbr.viðtal við yf­ir­lækni geðsviðs á mbl.is.

14) Að JBH hafi „framið sifja­spell, þegar hún (hver?) var full­orðin kona“. Óskilj­an­leg meiðyrði.

Tekið skal fram, að þessi listi yfir 14 til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, rang­hermi og meiðyrði, er ekki tæm­andi.“

„Sorp­blaðamennska – á kostnað skatt­greiðenda?

Við þetta er svo því að bæta, að þeir Sig­mar og Helgi full­yrða í áður­nefndri grein í Morg­un­blaðinu, að í ára­tugi hafi Al­dís „mátt þola þögg­un og út­skúf­un út af meint­um veik­ind­um sín­um“. Þetta er rangt, eins og nán­ast allt annað sem frá þeim hef­ur komið um þessi mál, sbr. viðtal ásamt birt­ingu lög­reglukæru Al­dís­ar í DV (27.- 29. sept­em­ber 2013) – sem að vísu var vísað frá sem ómark­tækri – og forsíðuviðtal við DV (11.-13. októ­ber 2013).“

„P.s.Við und­ir­rit­um þetta opna bréf bæði, þar sem fjöl­skylda okk­ar – ekki bara við sjálf – hef­ur beðið óbæt­an­legt tjón af völd­um til­efn­is­lausra ásak­ana, rang­hermis og meiðyrða í um­fjöll­un frétta­manna RÚV.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt