fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Segir af sér varaþingmennsku vegna dónaskapar í garð blaðamanns

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, hefur sagt af sér varaþingmennsku. Þetta tilkynnir hann á Facebook:

„Sæl, öll sömul.

Aðfararnótt laugardags rakst ég á Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á skemmtistað í Reykjavík. Ég missti stjórn á skapi mínu og sagði hluti við hana sem voru með öllu óviðeigandi.

Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af.

Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér.

Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni.“

Sagðist fyrirlíta blaðakonu

Snæbjörn hellti sér yfir Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann Viljans, á Kaffibarnum um helgina og segir Erna hann hafa hótað sér ofbeldi. Fullyrðir Erna Ýr í Fréttablaðinu að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og vildi berja hana. Sjálfur kveðst Snæbjörn ekki hafa hótað henni ofbeldi en staðfestir að hann hafi lýst fyrirlitningu sinni á henni.

Atvikið gerðist á reykingasvæði við Kaffibarinn þegar Erna Ýr var á tali við tvo menn. „Ég sagðist fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnssyni,“ segir Snæbjörn við Fréttablaðið en Björn Ingi er sem kunnugt er eigandi Viljans. Snæbjörn hefur setið á þingi fyrir Pírata sem varamaður en Erna Ýr er einmitt fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata.

Sjá nánar: Snæbjörn hellti sér yfir Ernu Ýr á Kaffibarnum:Sagðist fyrirlíta hana – „Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi“

Óskaði þingmanni vistar í helvíti

Snæbjörn vakti athygli fyrir greinarskrif sín um bandaríska öldungardeildarþingmanninn John McCain, sem hann fór ófögrum orðum um. Þótti orðfæri Snæbjörns fara út fyrir öll velsæmismörk, en hann vonaðist til þess að að heilaæxlið sem dró McCain til dauða, fengi friðarverðlaun Nóbels og að McCain myndi brenna í helvíti.

Sjá nánar: Varaþingmaður Pírata fagnar dauða John McCain:„Mín tilnefning til friðarverðlauna Nóbels í ár er æxlið sem dró hann til dauða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“