fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sakar Þórdísi Lóu um að skilja ekki sígilda dæmisögu: „Til að skilja hana þarf að lesa hana“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 09:57

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við söguna um smaladrenginn sem hrópaði „úlfur, úlfur,“ en enginn tók mark á. Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar, hafi ekki lesið sögu Esóps um smalastrákinn, vegna skrifa hennar um óréttláta gagnrýni Morgunblaðsins og gífuryrða varðandi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Þórdís Lóa skrifaði í Facebook færslu á sunnudag:

„Var búin að dæsa yfir því í gær hvað það væri dásamlegt að eiga algjört frí í dag, sunnudag. Blöðin lesin sem kom reyndar blóðinu aðeins af stað því ég gleymi alltaf hvað Mogginn er hlutdrægur. Ef maður tryði Mogganum þá væri borgin í rúst, einn risastór skandall, svindl og siðleysi, en ég veit betur og stöðug gífuryrði eru löngu, komin í úlfur úlfur flokkinn hvort eð er.“

Þarf að lesa til að skilja

Örn nefnir nokkur atriði sem varla geta fallið undir dæmi um falskar viðvaranir líkt og boðað er í sögu Esóps um smaladrenginn.

Hann minnist á svarta skýrslu innri endurskoðanda varðandi braggann, ályktun umboðsmanns Alþingis um að borgin hefði brugðist utangarðsfólki, dóm héraðsdóms varðandi yfirgang yfirmanns í garð undirmanns, úrskurð Hæstaréttar um endurgreiðslu húsaleigubóta, og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála um að borgin hefði brotið jafnréttislög með ráðningu sinni á Ebbu Schram í starf borgarlögfræðings.

Skorar Örn á lesendur í sinni færslu á Facebook að koma með önnur dæmi um „falskar viðvaranir“:

„Formaður borgarráðs skilur ekkert í árásunum á sig og sína (meirihluta Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata). Saga Esóps um smaladrenginn er snilld, en til að skilja hana þarf að lesa hana. Þeir sem Þórdís Lóa telur hafa hrópað „úlfur úlfur“ eru Innri endurskoðandi, umboðsmaður Alþingis, héraðsdómur, hæstiréttur, kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd og Borgarskjalavörður . Þessi nýlegu dæmi komu upp við örstutta umhugsun. Endilega bætið við fleirum hlutdrægum? aðilum sem hafa farið fram með gífuryrðum gegn „betri vitund“ formanns borgarráðs.“

Eyþór Arnalds, oddviti SJálfstæðisflokksins í Reykjavík. deilir færslunni hjá Erni og segir lesninguna þarfa fyrir Þórdísi Lóu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt