fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Þórdís Lóa leggur braggadeildina niður í nafni gegnsæis og bættrar þjónustu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um meiriháttar stjórnsýslubreytingar. Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar verður lögð niður, en hún kom mikið við sögu í braggamálinu, hvar Hrólfur Jónsson var yfirmaður, en tölvupóstssamskipti hans við borgarstjóra varðandi braggann hafa ekki fundist hingað til. Finnast þeir varla úr þessu.

Hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, hinsvegar sagt að meirihlutinn vilji upplýsa um allt er tengist tölvupóstunum, en það sé hinsvegar borgarstjóra að svara fyrir hvort hann vilji að sitt tölvupósthólf verði rannsakað.

Sagði borgarstjóri við DV að það hefði verið gert, en innri endurskoðun sagði það ekki rétt. Hefur borgarstjóri nú verið krafinn skýringa á þessu ósamræmi í borgarráði.

Sjá nánar: Braggamálið:Svör borgarstjóra á skjön við skýrslu Innra eftirlits Reykjavíkurborgar

Sjá nánarBorgarstjóri sagði DV ósatt – Krafinn skýringa í borgarráði

Breytingar til hins betra

Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs, um einfaldari, skýrari og skarpari stjórnahætti var samþykkt í dag en breytingarnar taka gildi 1. júní:

„Þarna erum við ennfremur að skýra ábyrgð og að stjórnsýslan sé gegnsæ með það að markmiði að bæta þjónustu við borgarbúa og tryggja skilvirkari stjórnsýslu, sem mun gagnast okkur öllum,“

segir Þórdís Lóa.

Stærsta breytingin er að til verða þrjú ný kjarnasvið, svið þjónustu og nýsköpunar, svið mannauðs og starfsumhverfis og svið fjármála og áhættustýringar.

Samhliða því verður skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, fjármálaskrifstofa og skrifstofa þjónustu og reksturs lagðar niður.

Þá fær innkauparáð aukið hlutverk auk þess sem starf regluvarðar Reykjavíkurborgar verður eflt.

„Með þessum breytingum er lögð áhersla á vandaða, skilvirka framkvæmd og ákvarðanatöku ásamt skipulegu og skýru eftirliti,“

samkvæmt tilkynningu.

Ráðgjafafyrirtækið Strategía, sem sérhæfir sig í góðum stjórnarháttum, tók viðtöl við fjölda kjörinna fulltrúa og fjölmargt starfsfólk Reykjavíkurborgar.

Í kjölfarið skilaði fyrirtækið skýrslu sem er grunnurinn að ellefu stjórnsýslubreytingunum sem samþykktar voru í borgarráði í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?