fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Össur um afmælishátíð VG: „Óneitanlega skondið – að ég ekki segi kaldhæðið“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar um 20 ára afmæli VG og víkur sérstaklega að heiðursgestinum Ed Miliband, sem halda mun erindi á málþingi um „vinstrið“ um helgina.

Össur byrjar þó á því að rifja upp sameiningu jafnaðarmanna fyrir 20 árum:

„Á sínum tíma var Samfylkingin stofnuð sem söguleg tilraun til að sameina jafnaðarmenn. Allir flokkar á vinstri vængnum áttu aðild að henni. Alþýðubandalagið tók þátt í sameiningunni af heilum hug. Formaður þess, Margrét Frímannsdóttir, leiddi viðræðurnar og var skeleggur talsmaður þeirra út á við. Nokkrir gamlir kommar og harðsnúnir sósíalistar lengst til vinstri klufu sig hins vegar frá á lokametrunum. Þeir fóru og stofnuðu VG, sem í dag iðkar róttæka vinstri stefnu með því að stýra Íslandi með Engeyjarættinni og Sjálfstæðisflokknum.“

Össur segir að Ögmundur hafi verið aðalstjarna VG á þessum tíma:

„Klofningsliðið voru karlar einsog Hjörleifur Guttormsson, Ragnar Arnalds, og Steingrímur Joð. Í byrjun var Svavar opinberlega með Samfó en þegar fararsnið rann á Hjörleifi og Grími sást undir iljar honum. Ögmundur var frá upphafi á móti sameiningunni (einsog Hjörleifur) og kaus að taka þátt í stofnun VG. Ögmundur, sem þá var formaður BSRB, var raunar ein helsta ástæðan fyrir velgengi VG lengi framan af. Klofningsmenn úr liði Margrétar og Alþýðubandalagsins voru mjög skýrir á því af hverju þeir vildu ekki taka þátt í sameiningu vinstri vængsins. Þeir töldu ómögulegt að vera í flokki með fólki sem studdi Evrópusambandið, vildi að Ísland yrði áfram í Nató, og margir þar að auki mengaðir af Blairisma breska Verkamannaflokksins.“

Kaldhæðni í sögulegu samhengi

Össur greinir frá því af hverju valið á Ed Miliband sé svo skondið og kaldhæðið, í sögulegu samhengi:

„Í þessu sögulega samhengi er valið á Miliband óneitanlega skondið – að ég ekki segi kaldhæðið. Segja má að í því felist ákveðið uppgjör við söguna.

Ekki einasta var Ed Miliband nánasti ráðgjafi Gordon Brown, sem harðast lék okkur Íslendinga í Icesave. Ed Miliband er líka einhver harðasti talsmaður Evrópusambandsins sem finnst í Bretlandi og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild barðist hann gegn Brexit. Miliband er auk þessa ákafur stuðningsmaður Nató og hefur stutt öll stríð sem bandalagið hefur anað út í. Á tímum Tony Blair var hann þar að auki einn af mótorunum í hinni blairísku hugmyndasmiðju sem talin var lengst til hægri í breska Verkamannaflokknum.

Í dag er búið að bylta breska Verkamannaflokknum. Honum er nú stjórnað nánast í fyrsta sinn í sögunni af róttækum sósíalistum sem tilheyra því sem Íslendingar myndu skilgreina sem “ysta vinstrið.” Í ljósi þess að VG kallar sig enn “róttækan vinstri flokk” þá er sögulega merkilegt að flokkurinn skuli ekki sækja sér heiðursgest í raðir þeirra. Þess í stað er boðið góðum Blairista sem er eindreginn talsmaður ESB, eindreginn stuðningsmaður Nató og var á móti Brexit.“

Þá segir Össur að gaman verði að sjá hverjir mæti í afmælisteitið um helgina:

„Einhvern tíma hefðu kremlólógar einsog Svavar og Hjörleifur lesið afdráttarlaus skilaboð úr því. Væntanlega vísa þau til þeirrar framtíðar sem Katrín Jakobsdóttir vill stefna til og snjallir sagnfræðingar einsog bræður hennar gætu jafnvel lesið í þau uppgjör við þann upphaflega grundvöll sem VG var stofnað á. Ég efa samt ekki að Svavar, Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur Joð mæta til að klappa Miliband upp á laugardaginn. Gaman verður að sjá hvort Ögmundur mætir líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund