Rithöfundurinn Einar Kárason tók sæti á Alþingi í dag sem varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem enn er í launalausu leyfi eftir að hann viðurkenndi að hafa áreitt konu kynferðislega.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir sat áður í stað Ágústs, en Einar tekur nú við af henni.
Búist er við að Ágúst Ólafur mæti til leiks síðar í þessum mánuði, en ekki hefur náðst í þingmanninn.