fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Björn Leví ósáttur: „Miðflokkurinn á ekki þetta sæti“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 10:26

Björn Leví gagnrýndi kirkjujarðasamkomulagið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, er ekki sáttur við niðurstöðu fundarins í morgun, þar sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, steig til hliðar sem formaður. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, mun taka við tímabundið meðan endanleg niðurstaða fæst, samkvæmt tilkynningu stjórnarflokkanna í morgun.

Björn Leví segir að ríkisstjórnarflokkarnir hafi stutt Miðflokkinn í tillögu hans um nefndarformennsku, en Miðflokkurinn eigi ekki það sæti, heldur minnihlutinn:

„Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem var að ljúka rétt í þessu stilltu ríkisstjórnarflokkarnir sér upp á bak við miðflokkinn og tillögu hans um nefndarformennsku. Rósa Björk var eini þingmaður stjórnarflokkanna sem sagði nei. Allir hinir (og þingmaður „utan“ flokka) studdu tillögu miðflokks, umfram tillögu hinna minnihlutaflokkanna, um „tímabundna“ breytingu á formennsku þar sem nefndarformennska var tekin af minnihluta.“

Miðflokkinn skorti umboð

Björn Leví hefur væntanlega verið nokkuð miðri fyrir, líkt og sjá má á ritmáli hans, en hann segir Miðflokkinn ekki hafa umboð til gefa nefndarformennskusætið eftir til stjórnarmeirihlutans:

„Samkomulagið var að minnihlutinn fengi 3 nefndarformennskur (en ekki 4 eins og ætti að vera skv lögum um þingsköp). Innan minnihluta var svo hlutfallsskipt eftir stærð flokka. Miðflokkurinn _á_ ekki þetta sæti. Minnihlutinn á sætið. Miðflokkurinn hefur ekki, innan samkomulagsins milli meirihluta og minnihluta, umboð til þess að gefa meirihluta nefndarformennskusæti minnihlutans. Það gerði hann samt og ríkisstjórnarflokkarnir tóku við því.“

Sjá einnigBergþór stígur til hliðar

Uppfært 11.20

Bergþór ýjaði að ósannindum

Björn Leví segir að Bergþór hafi ýjað að því í viðtali að ekki hafi verið sáttavilji innan minnihlutans, en það sé rangt:

„Í viðtali áðan ýjaði Bergþór að því að aldrei hefði verið sáttavilji innan minnihluta um afgreiðslu á nefndarskipan í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er rangt. Fyrsta tillagan var að miðflokkur héldi formennsku en skipti bara út manni (augljóslega ekki klaustursmanni). Þetta er mjög einföld og málefnaleg tillaga. Tillagan hefði ekki verið lögð fram ef ekki væri alvara á bak við hana því það var þá og þegar í höndum miðflokksins að ganga að þeirri tillögu. Ef þeir hefðu gert það en svo hefði hún verið afturkölluð þá gæti ég tekið undir ályktun um skort á sáttum um nefndarskipan. Miðflokkurinn ákvað hins vegar að taka ekki sáttum og ríkisstjórnarflokkarnir tóku stóðu með miðflokknum í þeirri vegferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra