fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bergþóri bolað úr fastanefnd – Hanna Katrín eða Jón Gunnarsson sögð taka við formennsku

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 09:16

Bergþóri var mótmælt sem ofbeldismanni á Alþingi í gær af þingmönnum Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir breytingar á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Nefndin hefur verið óstarfhæf eftir uppnámið í síðustu viku, þegar Bergþór Ólason, Klaustursþingmaður Miðflokksins, sneri aftur til að gegna formennsku í nefndinni, sem varð til þess að lögð var fram tillaga um að setja hann af. Sú tillaga var felld, þar sem formannskipti tíðkast ekki með slíkum hætti, heldur samkomulagi meirihlutans og minnihlutans, en minnihlutinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins.

Sjá nánarBergþór situr sem fastast:„Það varð uppnám og þetta var erfiður fundur“ -„Þetta er algert bull“

Nú er útlit fyrir að það samkomulag muni breytast. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að næsti formaður nefndarinnar verði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, eða Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki. Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingu og Karl Gauti Hjaltason, utan flokka eru einnig nefnd til sögunnar, en minni líkur eru taldar á að þau hljóti embættið.

Helga Vala gegnir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ólíklegt verður að teljast að hún gefi hana svo glatt frá sér. Karl Gauti er sterklega orðaður við Miðflokkinn og því óvíst að aðrir stjórnarandstöðuflokkar samþykki að hann taki við öðrum Klaustursþingmanni, þó svo Karl Gauti hafi verið með þeim prúðustu hið örlagaríka kvöld.

Hanna Katrín þykir ágætis kandídat, hefur engum bátum ruggað að ráði og hefur kynið með sér. Hinsvegar segir Fréttablaðið að meirihlutinn gæli við þá hugmynd að tefla fram Jóni Gunnarssyni til formennsku, en hann á sæti í nefndinni. Þá myndi hinsvegar samkomulag minni- og meirihlutans falla úr gildi, sem óvíst er að meirihlutinn vilji taka sénsinn á, enda erfið þingmál framundan þar sem treysta þarf á tiltölulega prúðan og stilltan minnihluta, líkt og hingað til.

Flestir eru sammála um að Bergþóri sé ekki stætt á stóli sínum lengur. Minnihlutinn þarf hinsvegar að treysta á meirihlutann í að styðja við hverjar þær breytingar sem hann vill knýja fram.

Nefndin á að koma til fundar í fyrramálið og búast má við að tillögur um formannsskipti verði bornar upp til atkvæða. Óvíst er þó að atkvæði falli eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sem studdi ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fékk viðurnefnið „Villiköttur“ í kjölfarið, studdi tillögu minnihlutans um að setja Bergþór af á hitafundinum í síðustu viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra