fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Eyjan

Þýskur frumkvöðull kaupir Hellisfjörð – Óljóst með fyrirætlanir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sven Jacobi, þýskur framkvæmdastjóri og stofnandi Neo Advertising í Hamborg, er nýr eigandi 1900 hektara lands í Hellisfirði á Austfjörðum í gegnum félagið Vatnsstein ehf. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er tilgangur félagsins eldi og ræktun í ferskvatni.

Greint er frá þessu í Austurfrétt.

Jörðin var áður í eigu félags Sigurjóns Sighvatssonar, sem keypti hana árið 2000, en jörðin var auglýst til sölu í sumar og gengið frá kaupunum síðasta haust.

Jacobi fundaði ásamt lögmanni sínum með bæjarstjórn Fjarðabyggðar í gærmorgun þar sem farið var yfir ætlanir hans með jörðina, en Jacobi vildi ekki veita viðtal um áform sín að svo stöddu, en samkvæmt Austurfrétt bárust upplýsingar um að fyriráætlunum hans yrði nánar greint frá með vorinu.

Fyrirtæki Jacobi rekur stóra auglýsingaskjái sem sjá má á flugvöllum, stórmörkuðum og verslunarmiðstöðvum og er fyrirtækið með skrifstofur í fimm löndum. Meðal viðskiptavina þess er Unilever, L‘Oreal og Edeka, en Jacobi er sagður frumkvöðull í markaðsmálum í Þýskalandi.

Hellisfjörður hefur verið í eyði frá 1952. Þar var rekin norsk hvalveiðistöð milli 1901-1913 og enn má sjá minjar þar um. Enginn vegur liggur til Hellisfjarðar og þangað verður að fara með bát eða á tveimur jafnfljótum, frá Norðfirði.

Bærinn Hellisfjörður var í botni fjarðarins sjálfs, og á jörðinni stendur sumarhús sem byggt var árið 1970. Þar er hægtað veiða silung og fugl, einkum í ósi Hellisfjarðarár.

Af vef islandia.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Flestir vilja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra

Flestir vilja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra
Eyjan
Í gær

Kristrún skýtur föstum skotum – „Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni“

Kristrún skýtur föstum skotum – „Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“