fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Sjáðu alræmt dulargervi Báru: Myndir þú láta blekkjast? – Svona var hún klædd á Klaustri

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klaustursþingmenn Miðflokksins hafa haldið því fram að Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal sex þingmanna á Klaustri Bar, hafi vísvitandi dulbúið sig og því sé verknaðurinn undirbúinn og skipulagður af hennar hálfu. Sjálf hefur Bára borið því við að henni hafi blöskrað talsmáti þingmannanna og því ákveðið að taka samtal þeirra upp.

Í bréfi frá lögfræðingi Miðflokksþingmannanna fjögurra, Reimars Péturssonar, til Persónuverndar segir:

„Til að forðast athygli umbjóðenda minna virðist gagnaðili hafa tekið sér gervi erlends ferðamanns. Hún hafi gert sér far um að haga sér sem slíkur. Þannig hefur gagnaðila sagst hafa haft „bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði“ meðferðis þegar hún mætti á Klaustur. Hún „þóttist“ lesa þá til að viðhalda leynd um aðgerðir sínar.“

Gallabuxur og svört úlpa

DV hafði samband við Báru til að kanna hvernig hún var klædd þetta kvöld. Fyrr í dag upplýsti hún hvernig hún taldi sig hafa verið klædda:

„Í svörtu úlpunni minni, gallabuxum og bol eða skokk/kjól og gammosíum,“ sagði Bára.

Nú síðdegis kom Bára á skrifstofu DV í dulargervinu alræmda. Mynd af því má sjá hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK