fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Eyjan

„Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 12:50

Davíð Þorláksson og Páll Magnússon. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það sérkennilegt að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra haldi því fram að Páll hafi sagt að búið væri að leggja niður embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. „Þessu hélt ég aldrei fram. Ég sagði í ræðu minni “…að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum“. Og það er rétt,“ segir Páll á Facebook.

Sigríður sagði í samtali við mbl í gær að sýslumaður­inn í Vest­manna­eyj­um muni frá næstu mánaðamót­um taka að sér tíma­bund­in störf fyr­ir sýslu­mannaráð. Ráðuneytið sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu um að það væri rangt hjá Páli að sendinefnd ráðuneytisins hefði farið til Vestmannaeyja í embættiserindum.

Páll segir það tæknilega séð geta verið rétt: „Hinn ágæti sýslumaður á Suðurlandi fór einmitt til Vestmannaeyja þennan tiltekna dag af þessum ástæðum. En ráðuneytið lítur kannski ekki á sýslumanninn sem „starfsmann“ sinn – og það kann að vera rétt að formi til.

Eftir stendur aðalatriði málsins: Frá og með morgundeginum er „enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum““

Málið hefur vakið athygli á því að 4.300 manna bæjarfélag er með sérstakt sýslumannsembætti á meðan sýslumenn annarsstaðar sinni heilu landshlutunum. Ekki einu sinni Reykjavík er með eigið sýslumannsembætti. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, vekur athygli á þessu á Facebook og segir:

„Betri spurning er: Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum? Það er eina sveitarfélagið með sitt eigið embætti. Ekki einu sinni Reykjavík eru með sérstakt sýslumannsembætti. Auk þess sem þau veita þjónustu sem ætti bara að vera rafræn í gegnum netið. Þangað til eru embættin sem ná yfir stór svæði með skrifstofur á nokkrum stöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum