fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Segja þingmenn Miðflokksins á leið í Sjálfstæðisflokkinn – Titringur í stjórnarliðinu vegna Klaustursmálsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð ólga er á meðal þingmanna og innan þingflokka í kjölfar endurkomu síðustu Klaustursþingmannanna á þing í síðustu viku. Búist er við að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gangi til liðs við Miðflokkinn fyrr en síðar. Það hefur þó ekki endilega í för með sér að þingflokkur Miðflokksins stækki því sumir þingmenn hans munu vera ósáttir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson, þingmenn Miðflokksins, séu mjög ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna en Birgir og Sigurður tóku ekki þátt í Klausturssamkomunni. Þeir eru því sagðir ekki síður landlausir í þinginu en Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason.

Fréttablaðið hefur eftir heimildarmönnum úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum að Birgir og Sigurður séu á leið í hann. Þetta sverja Sjálfstæðismenn þó af sér og telja að einhver tími muni líða áður en þeir færa sig á milli flokka enda sé samningsstaða þeirra veik. Síðan er spurning hvaða áhrif endurkoma Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, hefur á þessa viðkvæmu stöðu sem nú er uppi í þinginu. Hermt er að hann íhugi að setjast aftur á þing í næstu viku.

Fréttablaðið segir einnig að titringur sé innan stjórnarmeirihlutans vegna uppákomunnar í umhverfis- og samgöngunefnd í gær og virðist Klaustursmálið einnig vera farið að þvælast fyrir meirihlutanum. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að töluverðs leiða gæti í þingliði og grasrót Vinstri grænna vegna málsins og ekki síst vegna framgöngu Steingríms J. Sigfússonar og Ara Trausta Guðmundssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK