fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segja frávísunartillöguna ekki vera stuðningsyfirlýsingu við Bergþór

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 15:29

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokksformenn stjórnarflokkanna sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem útskýrt er af hverju lögð var fram frávísunartillaga á þá tillögu stjórnarandstöðunnar um að setja Bergþór Ólason af sem formann umhverfis- og samgöngunefndar á fundi hennar í morgun. Er tiltekið sérstaklega að frávísunartillagan sé ekki stuðningsyfirlýsing við Bergþór.

Tíundað er það sem Eyjan greindi frá í dag, um að slíkar ákvarðanir séu á forræði þingflokksformanna og formennska í nefndum sé hluti af samkomulagi meiri- og minnihlutans. Ekki hafi legið fyrir hver ætti að taka við af Bergþóri og því ríkt óvissa um hvort tillagan væri tæk.

Sjá einnigÞess vegna vildi meirihlutinn ekki setja Bergþór af sem formann

 

Tilkynningin í heild sinni:

Vegna fréttaflutnings af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

 Frávísunartillaga sem var samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun sneri einungis að tillögu þess efnis að setja ætti af formann nefndarinnar. Ekki lá fyrir tillaga um nýjan formann. Óvissa var um hvort tillagan væri tæk. Frávísunartillagan var ekki stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs Ólasonar.

 Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd er hluti af samkomulagi milli meirihluta og minnihluta. Samkvæmt samkomulagi þingflokksformanna í kjölfar þingkosninga 2017 féll formennska í þremur nefndum í skaut stjórnarandstöðuflokka og formennska í fimm nefndum í skaut stjórnarflokkanna. Það er á forræði þingflokksformanna ef breyta á samkomulaginu og hafa þannig áhrif á nefndarformennsku.

 Undir þetta skrifa þingflokksformenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra