fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sanna Magdalena: Pálmatrén „rándýrar áminningar um stemningu sem efnaminni hafa ekki efni á“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tjáir sig um pálmatréin sem samþykkt hefur verið að setja upp í Vogabyggð. Í færslu sinni á Facebook segir Sanna að þó að pálmatré séu góð og það gefi manni mikið að horfa á þau, þá séu aðrir hlutir mikilvægari, eins og húsnæðisöryggi.

Okey, þó að það gefi manni mikið að horfa á pálmatré, þá gefur það manni þúsundfalt meir að horfa upp á húsnæðisöryggi. Í fréttum kom fram að Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til að kaupa þessi tvö pálmatré í hjúpum. Ég held að margir efnaminni borgarbúar þrái að búa á hlýjum, öruggum stað, í stað þess að sjá rándýrar áminningar um suðræna og hlýja stemningu. Stemningu sem þeir geta svo aldrei komist í því þeir hafa aldrei efni á því að komast til sólarlanda.

„Tillagan er óvænt, skemmtileg og djörf“ segir í umsögn dómnefndarinar.“ Ég held að þeir sem hafi ákveðið að ráðstafa þessum fjármunum fyrir hönd Reykjavíkurborgar ættu að stíga úr sínum fína hjúpi og kynnast aðeins betur þeim frásögnum sem borgarbúar í húsnæðiskröggum hafa að segja, þar kemur heldur betur fram hversu mikið líf manns getur breyst á augabragði, þegar leigusalinn ákveður ÓVÆNT að hækka leiguna um þúsundir króna, leigu sem þú réðir ekki einu sinni við til að byrja með, hversu DJÖRF þú þarft að vera til að labba í bankann og óska eftir hærri yfirdráttarheimild og vonast til þess að þjónustufulltrúinn sé SKEMMTILEG en ekki í yfirheyrslustuði um afhverju í ósköpunum þú þurfir á hærri heimild á að halda.

Þessi forgangsröðun fjármuna er ekki í takt við veruleikann sem blasir við okkur í dag og ég velti því fyrir mér hvað borgin gæti byggt eða keypt margar íbúðir fyrir fjármagnið sem hún leggur í þetta verkefni? #HinReykjavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?