fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Sakar þingmann um að beita ofbeldi í þingsal: „Aumkunarvert og fyrirlitlegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Oskarsson, varaþingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag, þar sem hún sakar Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, um ofbeldi í sal Alþingis í dag.

„Gerandi situr hér í þingsal innan um þolendur og beitir þar með áframhaldandi ofbeldi. Aumkunarvert og fyrirlitlegt.“

Sara nefnir Bergþór til nafns í athugasemd við færslu sína.

Mikill styr hefur staðið um Bergþór í allan dag, frá því að hann stýrði fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun, en stjórnarandstöðuflokkarnir, utan Miðflokks, höfðu vonast til að Bergþór segði af sér formennsku í ljósi Klaustursmálsins.

Var lögð fram tillaga um að setja Bergþór af sem formann, en henni var vísað frá, að undirlagi Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki. Venjan er að þingflokksformenn semji um formennsku í fastanefndum fyrirfram og er það sögð ástæðan fyrir því að tillagan um nýja kosningu fékk ekki brautargengi í morgun.

 

Sjá einnigÞess vegna vildi meirihlutinn ekki setja Bergþór af sem formann

Sjá einnigBergþór situr sem fastast:„Það varð uppnám og þetta var erfiður fundur“ -„Þetta er algert bull“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“