Sara Oskarsson, varaþingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag, þar sem hún sakar Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, um ofbeldi í sal Alþingis í dag.
„Gerandi situr hér í þingsal innan um þolendur og beitir þar með áframhaldandi ofbeldi. Aumkunarvert og fyrirlitlegt.“
Sara nefnir Bergþór til nafns í athugasemd við færslu sína.
Mikill styr hefur staðið um Bergþór í allan dag, frá því að hann stýrði fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun, en stjórnarandstöðuflokkarnir, utan Miðflokks, höfðu vonast til að Bergþór segði af sér formennsku í ljósi Klaustursmálsins.
Var lögð fram tillaga um að setja Bergþór af sem formann, en henni var vísað frá, að undirlagi Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki. Venjan er að þingflokksformenn semji um formennsku í fastanefndum fyrirfram og er það sögð ástæðan fyrir því að tillagan um nýja kosningu fékk ekki brautargengi í morgun.
Sjá einnig: Þess vegna vildi meirihlutinn ekki setja Bergþór af sem formann
Sjá einnig: Bergþór situr sem fastast:„Það varð uppnám og þetta var erfiður fundur“ -„Þetta er algert bull“