fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg ætlar að greiða 140 milljónir fyrir tvö pálmatré – „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gróðursetja tvö pálmatré í nýju hverfi í Vogabyggð, sem er austan við Sæbraut.

Í samtali við RÚV sagði Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarnar og formaður dómnefndar að þetta yrði segull og kennileiti fyrir hverfið. Verða pálmatrén í upphituðum glerhjúp. Munu þessi tvö pálmatré kosta 140 milljónir króna, en ekki er tekið fram hver árlegur rekstrarkostnaður verður á glerhjúpunum sjálfum sem pálmatrén munu verða í.

Fréttamaður RÚV spurði Hjálmar Sveinsson hvað gera ætti með þá sem ekki kæra sig um að hafa pálmatré í bakgarðinum svaraði hann: „Þá ætti kannski viðkomandi að leita sér að íbúð þar sem að pálmatrén blasa ekki við.“

Nokkrir hafa tjáð sig um málið á Facebook og er líklegt að þeir verði fleiri.

„Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?,“ spyr Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Fréttir í kvöld: „Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðareigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu.“ Og allir skála fyrir þessu. Lóðareigendur munu saman verja 140 milljónum til að kaupa listaverk,pálmatré segir í fréttinni. Fjárhæð sem verja á til kaupa á listaverki eða listaverkum nemur 140 milljónum króna og er verkefnið kostað sameiginlega af Reykjavíkurborg og lóðareigendum Vogabyggðar. Hér er klár staðfesting á hvar forgangsröðun borgarinnar liggur!

Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hefur þetta um málið að segja: „Í fréttum var sagt að það ætti að kosta 140 m.kr. að setja upp þessa tvo pálma í Vogahverfinu. Nú er langt síðan ég vann í garðyrkju, en er það ekki ansi dýrt? Hver pálmi eins og fimm íbúðir í raðhúsi í Þorlákshöfn? Og þá eigum eftir að taka tillit til þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafa að undanförnu farið allt að 250% fram úr áætlun. Kostnaður við þetta verður því á bilinu 140 til 500 m.kr.“

Einar Bárðarson athafnamaður slær á létta strengi og leggur til að vatnið verði ekki sótt yfir lækinn: „Já. Vilja menn ekki leita samt upp við Vífilstaðavatn áður en þeir sækja Pálmatréin til Saudi Arabíu til að fyrirbyggja að dönsku-stráin endurtaki sig.“

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík setur orð í ljóð: „Dönsk strá og pálmatré.
Allt fyrir borgarfé. Hrosshár í strengjum og holað innan tré. Ekki átti fiðlungur meira fé.“

Karin Sanders höfundur tillögunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu