fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Gunnar Bragi og Bergþór snúa aftur á þing í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur til starfa á Alþingi í dag. Þeir fóru í leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins, en í upptökunum sem DV og fleiri fjölmiðlar birtu heyrðust sex þingmenn láta ýmis ummæli falla. Líkt og DV greindi frá á sínum tíma heyrist Gunnar Bragi meðal annars tala um þingkonur Samfylkingarinnar sem „apaketti“ og „guggur“, ásamt ummælum um söngvarann Friðrik Ómar og Þjóðkirkjuna. Sagði hann einnig að hann ætti inni sendiherrastöðu hjá Sjálfstæðisflokknum í kjölfar þess að hann skipaði Geir Haarde sendiherra, hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem þá var forsætisráðherra, mættu á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að svara spurningum um málið. Bergþór viðhafði svipað orðfæri, talaði hann um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins sem „húrrandi klikkaða kuntu“ og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem „tík“ sem hafi  „dregið sig á asnaeyrunum“. Báðir hafa þeir beðist afsökunar á ummælum sínum.

„Í kjölfar óviðeigandi og særandi orða og ólögmætrar upptöku á þeim þá tók ég þá ákvörðun að taka mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hlerunarmálið umtalaða komst í hámæli. Ég vildi skoða hug minn, safna kröftum og ræða síðan við bakland mitt. Ég iðrast og hef beðist fyrirgefningar á orðum mínum og geri það enn á ný,“ segir Gunnar Bragi í bréfi til fjölmiðla. „Ég hef leitað ráðgjafar og um leið notið mikils skilnings og stuðnings ættingja, vina og félaga innan flokks og utan. Þakka ég þeim hvatninguna og traustið.“

Gunnar Bragi segir að flokkurinn hafi hvorki hvatti sig eða latt að flýta endurkomu minni. Hann snúi nú á þing til af skyldurækni:

„Stundum eru ákvarðanir nánast teknar fyrir mann. Fremur óvænt – en samt ekki – blasir svarið við því hvenær rétt sé að snúa til baka. Fyrstu dagar þingfunda á nýju ári, og framganga forseta Alþingis að undanförnu, er með þeim hætti að annað er óhjákvæmilegt en að nýta sér allan rétt til þess að vera inni á þeim leikvelli þar sem að mér er sótt og svara fyrir mig á þeim vettvangi en ekki utan hans. Þess vegna mæti ég á nýjan leik til starfa minna á Alþingi í dag.“

Bergþór segir í bréfi til fjölmiðla að hann snúi aftur til að verjast ágjöfinni og halda áfram að sinna þeim verkefnum sem hann var kjörinn til að sinna: „Í kjölfar óvarlegra orða minna, ólögmætrar upptöku á þeim, fjölmiðlaumfjöllunar og vandlætingar í samfélaginu tók ég þá ákvörðun að taka mér leyfi frá þingstörfum , íhuga stöðu mína og hvernig ég gæti safnað vopnum mínum, endurheimt traust kjósenda og haldið áfram þeim störfum sem ég var kjörinn til,“ segir Bergþór.

„Mikilvægt er að störf Alþingis komist í eðlilegan farveg sem allra fyrst í stað pólitískra hjaðningavíga enda þótt sumum þyki sóknarfæri á þeim vettvangi. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að þingstörfin verði málefnaleg en ekki persónuleg á vikunum og mánuðunum sem framundan eru. Vonandi er að aðrir muni leggja sig fram um slíkt hið sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK