fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bergþór rætt við sálfræðing: „Verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 08:39

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er óskemmtileg reynsla að hafa komið sjálfum sér illilega á óvart. Það vita margir af eigin reynslu og aðrir mega trúa mér. Eitt kvöldið í nóvember á síðasta ári fórum við nokkur og settumst saman inn á veitingahús. Öll eigum við sæti á Alþingi og þetta kvöld stóð svo á að umræðu um fjárlög var að ljúka og öll höfðum við þá lokið ræðum okkar um þau. Við sátum sum lengi og höfðum áfengi um hönd.“

Þannig hefst aðsend grein eftir Bergþór Ólason þingmann Miðflokksins sem þar rifjar upp kvöldið á Klaustri. Á upptökunum heyrist Bergþór fara mikinn, kallaði hann Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „kuntu“ og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra „tík“ svo fátt eitt sé nefnt.

Segir Bergþór að það hafi ekki hvarflað að honum að það væri verið að taka þá upp. Bergþór segir:

„Margt kom illilega við mig í þessu. Mér fannst vond þróun að legið væri á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsum. Mér fannst vont að fjölmiðlar teldu sjálfsagt að birta slíkt drykkjuraus opinberlega og eiginlega enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér.“

Þá segir Bergþór:

„Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef greinilega sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað. Þegar mér varð ljóst hvernig ég hafði í raun talað við félaga mína þetta kvöld ákvað ég að taka mér launalaust leyfi frá þingmennsku minni.“

Bergþór heldur áfram:

„Ég vildi ná áttum og horfa í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talað með orðbragði sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að hann ætti til. Um þetta hef ég síðan átt í samtali við bæði sjálfan mig og marga sem meira vita. Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“

Þá kveðst Bergþór miður sín:

„ … sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“

Bergþór bætir svo við að hann ætli að halda áfram á þingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra