fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. janúar 2019 17:30

Eigum við að seinka klukkunni eða ei?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á milli 63% og 64% Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um 1 klukkustund frá því sem nú er. Á bilinu 36-37% þeirra vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Um 23% vilja að með fræðslu verði fólk hvatt til að ganga fyrr til náða og á milli 13% og 14% myndu vilja að skólar, fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi seinna á morgnana.

Norðlendingar vilja einna helst seinka klukkunni um 1 klukkustund (65,8%) en Austfirðingar síst (46,2%).

Íslendingar með heimilistekjur lægri en 400 þúsund eru hlynntastir seinkun klukkunnar (72,1%) og eru einnig andvígastir því að klukkan haldi óbreyttri stöðu en skólar, fyrirtæki og stofnanir hefjist seinna (9,9%). Einhleypir eru ólíklegastir þess að vilja seinka klukkunni (61,4%) og þeir sem ekki eiga maka eru hlynntastir seinkun klukkunnar (78,1%).

Töluverður munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað (80,1%) en kjósendur Miðflokksins andvígastir (50,4% vilja breytingu). Rúmlega 33% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja hafa óbreytt ástand en að fólk sé hvatt til að ganga fyrr til náða, en kjósendur Viðreisnar eru ólíklegastir til þess að vilja það (10,3%).

Svarendur voru 1.373 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 11.-18. janúar 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi