fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Tómas Ingi um Jón Baldvin: „Það verður ekki af hon­um skafið að hann var leiðtogi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir það sem betur hefði mátt fara í kjölfar hrunsins. Er hann gagnrýninn á Sjálfstæðisflokkinn, Alþingi og Evrópusambandið svo eitthvað sé nefnt, en athygli vekur að Tómas talar vel um Jón Baldvin Hannibalsson.

Síðustu daga hafa fjölmargar konur lýst óeðli Jóns Baldvins í sinn garð og ná elstu frásagnirnar allt til ársins 1967 þegar Jón var kennari í Hagaskóla, en nýjustu frásagnirnar eru frá síðasta ári. Er hann sagður hættulegur.

Tómas nefnir að stjórnmálaflokkar hafi ekki náð vopnum sínum og nefnir skarðið sem Jón Baldvin skildi eftir sig:

„Flokk­arn­ir þurfa öfl­ugt flokks­starf og öfl­uga for­menn. Margt má ef­laust segja um Jón Bald­vin Hanni­bals­son, en það verður ekki af hon­um skafið að hann var leiðtogi. Braut­in sem hann ruddi orkaði tví­mæl­is, svo vægt sé tekið til orða. Það seg­ir hins veg­ar sína sögu um leiðtoga­hæfi­leik­ana, að löngu eft­ir að Jón Bald­vin hafði látið af for­mennsku hlutu sósí­al­demó­krat­ar ís­lensk­ir – hvaða flokks­heiti sem þeir kusu að skýla sér á bak við – ekki sálu­hjálp, fyrr en gamli for­ing­inn ráðlagði þeim að flytja ekki inn í brenn­andi hús og átti þar við Evr­ópu­sam­bandið. Viðvör­un Jóns dugði þó ekki öll­um til. Heim­il­is­fangið – þar sem nú­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar brenn­ur í skinn­inu að hýsa þjóðina til framtíðar – er sjálf bruna­rúst­in, sem Jón Bald­vin varaði við.“

Sjálfstæðisflokkurinn fjarri fyrri styrk

Tómas segir að umræðan undanfarið bendi ekki til þess að Alþingi „gæti aðhalds eða umhyggju fyrir aflafé heimilanna“ og segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að hverfa aftur til grunngilda sinna:

Mín­um gamla flokki hef­ur ekki tek­ist að öðlast fyrri styrk og fer því raun­ar fjarri. Þó hef­ur hann löng­um verið tal­inn trú­verðugur í efna­hags­mál­um, sem nú standa vel þótt blik­ur séu á lofti. Eft­ir gjörn­inga­veðrið sem gekk yfir þjóðina í kjöl­far krepp­unn­ar, vissi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hvorki fylli­lega í hvorn fót­inn ætti að stíga né hvort styðja ætti mann­inn, sem taldi að Íslend­ing­ar ættu ekki að greiða skuld­ir óreiðumanna. Það kom yfir flokk­inn um­komu­leysi sem kostaði hann mikið. Á ög­ur­stundu var ekki laust við að skipið ræki fyr­ir veðri og vind­um. Menn geta leyft sér að hika á ör­laga­stundu til að freista þess að sigla milli skers­ins og bár­unn­ar. En til lengd­ar þarf fum­lausa sigl­ingu og góða kjöl­festu.

Hug­sjón­ir Sjálf­stæðis­flokks­ins taka lit af sam­tím­an­um, hver sem hann er. En þær breyt­ast ekki í grunn­inn. Virðing fyr­ir ein­stak­lingn­um og frelsi hans til að taka ábyrgð á eig­in lífi held­ur sínu gildi. Rík­is­vald þarf að njóta til­trú­ar og hvíla á sterk­um efna­hags­leg­um grunni. En þrúg­andi rík­is­bákn og slig­andi skatt­heimta grafa und­an lýðræðinu.

Brýnt er að for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins tali á nýj­an leik af ein­urð fyr­ir grunn­gild­um sín­um. Með þeim hætti ein­um get­ur flokk­ur­inn náð sín­um fyrri styrk og á nýj­an leik orðið boðberi skyn­semi í ís­lensk­um stjórn­mál­um og kjöl­fest­an í vönduðu stjórn­ar­fari.“

Minna aðhald embættismanna

Þá telur Tómas Ingi að embættismenn búi nú við minna aðhald en áður og nefnir þegar Jóhanna Sigurðardóttir hreinsaði til í Seðlabankanum:

„Sú var tíðin að þrem­ur seðlabanka­stjór­um þess banka var vikið úr starfi með sér­stakri laga­setn­ingu – og það fyr­ir eng­ar sak­ir. Þó lá það fyr­ir að einn seðlabanka­stjór­inn hafði haft uppi þau orð að Íslend­ing­ar ættu ekki að greiða skuld­ir óreiðumanna. Það fékk hann síðan staðfest í dómsorði EFTA dóm­stóls­ins. Banka­stjór­arn­ir voru svipt­ir embætti á grund­velli lög­leysu og póli­tískra und­ir­mála.

Mun meira umb­urðarlyndi ef ekki hreint tóm­læti rík­ir nú inn­an rík­is­stjórn­ar Íslands í garð nú­ver­andi seðlabanka­stjóra. Hann hef­ur árum sam­an mis­beitt valdi sínu og brotið lög m.a. á fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi, eins og ný­gengn­ar niður­stöður í dóms­kerf­inu sýna glögg­lega. Ein af sér­kenni­legri af­leiðing­um fjár­málakrepp­unn­ar virðist vera sú að æðstu emb­ætt­is­menn búa nú við minna aðhald en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG