fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Getur ekki lagt fyrir með 240 þúsund krónur á mánuði: „Hendurnar mínar skulfu eftir vinnudaginn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er fædd í Taílandi og flutti hingað þegar ég var átta ára gömul. Til að byrja með bjuggum við í miðbænum nálægt Austurbæjarskóla þar sem ég lærði íslensku. Ég lærði fyrst eftir myndum sem var auðvelt, kennarinn sýndi mér myndir og kenndi mér að nefna hlutina á íslensku, þetta gekk vel, ef ég gat ímyndað mér myndina þá gat ég munað eftir orðinu. Síðan fluttum við í Breiðholtið og ég skipti um skóla og námið varð smátt og smátt alltaf erfiðara og í áttunda og níunda bekk þá hélt ég að heilinn á mér væri að springa.“

Svona hefst frásögn Ninawan Panyajit sem starfar við umönnun á Skógarbæ. Ninawan segir sögu sína á Facebook síðu átaksins „Fólkið í Eflingu“. Þar má einnig finna fjölmargar aðrar sögur fólksins í stéttafélaginu, fólks sem vinnur margvísleg störf í íslensku samfélagi en oft á tíðum fyrir lág laun.

Það er engin ástæða til að breyta þessari frásögn og ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara. Frásögn Ninawan er svohljóðandi:

„Þetta var of erfitt og ég varð döpur og mér fannst ég ekki kunna neitt og leiðinlegt að vera sú sem kunni minnst og þá fór ég skrópa og vera heima og horfa á bíómyndir. Mamma gat ekki hjálpað mér og ég vissi að kennararnir voru of uppteknir og gætu ekki hjálpað mér þannig að ég var ekki að trufla þá.

Ég á góða íslenska vinkonu en við sem erum frá Asíu erum feimin að biðja um hjálp þannig að oftast gerði ég ekki heimanámið mitt. En ég kláraði samt tíunda bekkinn af því að skólinn fann leið til þess að halda mér við efnið. Mér var boðin vinna í eldhúsinu í Fellaskóla sem varð til þess að ég mætti og af því að ég mætti í eldhúsið þá mætti ég líka í tíma. Það var gott.

Eftir tíunda bekk og fór ég að vinna í Nordica Spa þar sem ég stóð á bakkanum og nuddaði axlirnar á fólkinu í pottinum. Ég vann við þetta eitthvað á annað ár og mér fannst það gaman af því að ég var að vinna með vinkonu minni en hendurnar mínar skulfu eftir vinnudaginn. Það var erfitt að standa í lappirnar allan daginn og nudda og þetta var illa borgað á þeim tíma og svo var þetta líka langt að heiman. Ég átti ekki bíl og ég þurfti að vakna snemma og taka strætó.

Eftir Nordica Spa vann ég eitt ár á veitingastaðnum Tokyo Sushi, það er flottur staður og það var gaman að vinna þar. Þar unnu margir útlendingar sem ég kynntist. Stundum finnst mér hinsvegar erfitt að vinna aðeins innan um asíubúa, ég finn fyrir ófrelsi þar sem við erum mörg saman komin, það myndast eitthvað sérstakt viðhorf, þar sem allir eru að skipta sér að manni og dæma mann og segja manni hvernig maður eigi að haga sér og gera hlutina.

Frá veitingastaðnum fór ég yfir á hjúkrunarheimilið í Skógabæ þar sem ég hef verið síðastliðin fjögur ár. Það getur oft verið gaman að vinna á elliheimilinu en þar búa margir saman og ég smitast auðveldleg ef það er einhver óværa í loftinu. Líkaminn minn er veikburða og ég er alveg eins og gamla fólkið en eftir morgunvakt klukkan fjögur þegar ég kem heim þarf ég að leggja mig og stundum sef ég til næsta dags til þess að mæta á næstu vakt.

Ég hef farið til læknis þegar ég er veik og ég hef borgað lækninum fyrir að segja mér að ekkert hrjái mig. Þannig að ég hætti að fara til læknis og er bara heima og tek mér launalaust frí á slæmum dögum. Ég er með 310 þúsund fyrir 100 % vinnu í vaktavinnu. En þegar ég hef þurft að taka veikindadaga sem eru ekki borgaðir og þá er ég að fá minna eins og síðast fékk ég borgað 288 þúsund krónur.

Ég bý heima hjá fjölskyldunni minni en mig langar að fara að leigja sjálf, þá get ég vaknað á næturnar og fengið mér að borða án þess að vekja mömmu. Verðið á leiguhúsnæði fyrir mig, á markaðnum er frá 180 þúsund og upp í 240 þúsund krónur. Af því sem ég hef skoðað er hæsta tryggingin sem ég þyrfti að reiða fram 500 þúsund krónur. Ég þyrfti að safna fyrir þessu en ég á ekkert afgangs af því að ég var að kaupa bíl á síðasta ári. Lánið af bílnum er 47 þúsund krónur á mánuði og tryggingarnar eru 19 þúsund og svo borga ég heim ef ég get.

Fólk er að segja mér að fara í skóla en heilinn á mér þorir ekki að læra meira á íslensku og ég veit að mér líður betur ef ég er að gera eitthvað verklegt ég tek eftir því að ég man allt betur í vinnunni, hvað ég á að gera ef ég er á hreyfingu.

Ég er á leiðinni til Taílands í vor að læra nudd. Þá fæ ég réttindi og skjal upp á það að ég kunni eitthvað og það veitir mér öryggi að vera með eitthvað í höndunum. Ég ætla að læra heilnudd með olíu og andlitsnudd. Ég ætla að taka þessi tvö námskeið. En mig langar samt mest að læra sjúkranudd sem tæki lengri tíma, ég yrði að taka hin námskeiðin á undan. Ég er hins vegar ekki í fjárhagslegu standi til þess að borga meira en þessi tvö námskeið. Það er dýrt að læra nudd í Taílandi og á meðan að ég er í Taílandi þá þarf ég að borga af bílnum hérna heima sem engin er að nota.

Það kemur í ljós hvernig þetta fer hjá mér þegar ég kem til baka, ég gæti byrjað á því að nudda og verið áfram í umönnun og þá í hálfu starfi. Síðan hef ég líka velt þeim möguleika fyrir mér að selja bílinn og prófa að flytja í annað land, ég er betur í stakk búin til þess þegar ég er komin með réttindi til þess að nudda en ég hef ekki talað um það við mömmu og svo þyrfti ég að safna fyrir því.“

Sjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”