fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Sigurði G. var sagt upp af Útvarpi Sögu með SMS: „Arnþrúður var líka ágæt þegar hún var í lagi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 20:00

Sigurður heldur hænur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2, hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum sem fjölmiðlamaður. Í opinskáu viðtali við DV lýsir hann því hvernig hann var hrakinn úr starfi dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma og skilinn eftir atvinnulaus. Sigurður rekur það til bolabragða Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði sem hafi ekki unnt sér hvíldar fyrr en hann hafði verið hrakinn frá stofnuninni og hafi stundað grímulausar pólitískar ráðningar. Í kjölfar atburðanna á Rás 2 veiktist Sigurður alvarlega, fékk insúlínháða sykursýki og varð blindur í kjölfarið. Hann telur veikindi sín eiga sér orsök þeim órétti sem hann var beittur en ónæmiskerfi hans gaf sig undir álaginu.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Ævintýrið á Útvarpi Sögu og málaferlin við Arnþrúði Karlsdóttur

Á meðan viðskilnaður Sigurðar við Rás 2 á sínum tíma hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlaumræðu þekkja margir til deilumála hans og Arnþrúðar Karlsdóttur, núverandi eiganda Útvarps Sögu. Arnþrúður og Sigurður voru á meðal fjórmenninga sem stofnuðu stöðina á sínum tíma og störfuðu þar, en hinir voru Ingvi Hrafn Jónsson og Hallgrímur Þorsteinsson. „Eins og allir litlir fjölmiðlar lentum við í rekstrarerfiðleikum því við náðum ekki þeim auglýsingatekjum sem við þurftum. Þá var rætt um hvort við gætum selt stöðina. Arnþrúður talaði við Jóhannes í Bónus og fékk hann í lið með sér. Hann lagði henni til fé og hún ákvað að kaupa okkur út. Hún kaupir Ingva Hrafn út úr félaginu. Síðan stóð til að borga okkur Hallgrím út en það dróst. Þegar við höfðum ekki fengið kaup í svolítinn tíma gengum við út og leituðum til lögfræðinga. Ég gerði við hana sátt og fékk einhverja slummu af peningum en þeir fóru allir í lögfræðinginn svo ég fékk ekkert út úr þessu.“

Nokkrum árum síðar réð Arnþrúður hann til starfa á Útvarp Sögu. „Þetta voru ekki há laun en ég fékk frí á sumrin til að vinna sem leiðsögumaður og þar hafði ég mun hærri tekjur. Þetta gekk ágætlega en svo gerist það eitt haustið þegar ég kem úr sumarleyfinu og ætla að fara að byrja aftur, að þá svarar hún ekki endurteknum skilaboðum frá mér. Og þegar ég loksins fæ skilaboð frá henni þá er það uppsögn með sms: „Það er ekki gert ráð fyrir þér í vetrardagskrá Siggi minn.“ Svona var það nú orðað. En ég var starfsmaður þarna og í stéttarfélagi og það var ekki hægt að segja mér upp nema með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Arnþrúður var að lokum dæmd til að greiða mér uppsagnarfrestinn.

Í millitíðinni notaði hún útvarpsstöðina til að ausa yfir mig svívirðingum og illmælgi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þar hefði ég unnið meiðyrðamál, en ég er blaðamaður og fjölmiðlamaður og mér er illa við þetta meiðyrðamálakjaftæði sem hefur verið í gangi í landinu, það getur haft hamlandi áhrif á málfrelsi. Hins vegar skil ég ekki hvers vegna Fjölmiðlanefnd greip ekki í taumana því þarna var eigandi útvarpsstöðvar að nota miðilinn til að ausa svívirðingum yfir mann sem hún átti í deilu við út af launamálum. Aðstöðumunurinn var himinhrópandi. Ég skil ekki til hvers Fjölmiðlanefnd starfar ef ekki til að grípa inn í svona mál enda er hún bara til óþurftar og var stofnuð til að hafa pólitískan hemil á fjölmiðlum.“

Sigurður segist aldrei hlusta á Útvarp Sögu í dag og geti ekkert sagt um gæði stöðvarinnar. Hins vegar hafi verið mjög gaman að vinna þar á sínum tíma og samstarfsfélagarnir verið ágætir. „Arnþrúður var líka ágæt þegar hún var í lagi – en stundum var hún bara ekki í lagi.“ Sigurður vill ekki lýsa Arnþrúði nánar en þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“