fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Vilja kæra braggamálið til héraðssaksóknara: „Það er svo mikið af lögbrotum sem koma fram í skýrslunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddvitar Miðflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík, þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, hyggjast leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar, vegna athugasemda og ábendinga um lögbrot í skýrslu innri endurskoðunar um málið:

„Við verðum að fleyta þessari skýrslu áfram, það eru það alvarlegar athugasemdir sem eru gerðar við stjórnsýslu borgarinnar. Við Kolbrún værum að bregðast eftirlitshlutverki okkar ef við létum þessa skýrslu liggja. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu. Þetta er það alvarlegt mál. Við munum leggja fram dagskrárlið í borgarstjórn á þriðjudaginn, sem snýr að það því að fá umræðu um hvort þetta á að fara inn á borð héraðssaksóknara. Í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, allir hafa atkvæðisrétt, það er rétti vettvangurinn til að halda málinu áfram og fá þá skoðun allra borgarfulltrúa,“

sagði Vigdís við Eyjuna.

Skýrslan ófullnægjandi

Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, var á fundi borgarráðs í dag og viðurkenndi þar að skýrslan væri ekki tæmandi úttekt og bar fyrir sig tímaskorti. Vigdís telur að skýrsla innri endurskoðunar sé því ekki fullnægjandi, þar séu mál sem þurfi að rýna betur í.

„Það er svo mikið af lögbrotum sem koma fram í skýrslunni. Innri endurskoðandi var á fundi borgarráðs, það kom enn frekar fram í máli hans að þetta væri ekki tæmandi úttekt, eins og ég var búin að benda á. Þetta sannar að það þurfti að gera óháða rannsókn. Til dæmis er ekki búið að kanna sannleiksgildi reikninganna, það eru rosalega háir reikningar fyrir einstaka verkþætti. Það var ekki farið nægilega vel í það að skoða tölvupósta, þeir báru fyrir sig tímaskort. Þó að skýrslan sé ágæt, þá eru þarna hlutir sem þarfnast enn frekari skoðunar.“

Í bókun Vigdísar í dag kemur fram að hún undrist að borgarstjóri, borgarritari og borgarlögmaður hafi ekki vikið af fundi undir dagskrárliðnum þar sem braggamálið var til umfjöllunar:

„Þessir aðilar eru persónur og leikendur þegar kemur að braggamálinu. Kjörnir fulltrúar verða að hafa frelsi til beinna samskipta við skýrsluhöfunda í svo alvarlegum málum án áheyrnar þeirra sem um er fjallað í skýrslunni. Það er mjög nauðsynlegt ekki síst í ljósi þess að mikilvægt er að aðilar geti ekki samræmt framburð sinn eftir því hvernig spurningum borgarfulltrúa og svörum innri endurskoðunar framvindur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð