fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Ragnhildur hættir sem aðstoðarforstjóri WOW air – Tekur við Reiknistofu bankanna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 4. janúar 2019 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Geirsdóttir, sem ráðin var aðstoðarforstjóri WOW air í ágúst 2017, hyggst láta af störfum hjá félaginu og taka við Reiknistofu bankanna síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla Mogensen, forstjóra WOW, til starfsmanna félagsins.

Þar kemur einnig fram að líkt og starfsmenn viti, hafi flugvélafloti félagsins verið minnkaður úr 20 í 11 vélar. Þá verði ekki ráðið í stöðu aðstoðarforstjóra, heldur muni Skúli sjálfur sinna þeim störfum sem Ragnhildur sinnti. Það sé liður í að hverfa aftur til grunngilda félagsins og koma félaginu aftur á beinu brautina.

Skúli þakkar Ragnhildi fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

Þá þakkar Skúli starfsfólki sínu fyrir skuldbindingu sína og segir ánægjulegt að sjá árangur erfiðisins.

Ragnhildur er fyrrverandi forstjóri Promens og Flugleiða og gegndi starfi framkvæmdastjóra Rekstrar- og upplýsingatækni hjá Landsbankanum. Hún er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt og lauk CS prófi í véla- og iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskól­ann í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í við­skipta­fræði frá sama skóla 1998.

 

Bréf Skúla:

„Ragnhildur Geirsdóttir who has been COO for the last 18 months has decided to seek new opportunities and will be joining RB, Reiknistofa Bankana as CEO later this month. As all of you know we went through a major restructuring last month where we reduced our fleet from 20 to 11 aircraft. As part of this restructuring we will not replace Ragnhildur instead I will take over the day to day responsibilities as before as we continue to go Back to Basics and put WOW air back on track. I want to thank Ragnhildur for her time at WOW air and wish her all the best in her new role at RB. Please see attached updated org chart. I also want to use this opportunity to thank all of you again for your commitment and it is great to see some of the progress we are seeing already on several fronts. Thank you sm“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“