Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi á morgun, 3. janúar. Breytingin var samþykkt á fundi stjórnar Strætó þann 7. desember síðastliðinn og tekur mið af almennri verðlagsþróun.
Hækkunin nemur að meðaltali 3,9 prósentum. Almennt staðgreiðslugjald og fargjald í smáforriti Strætó verður eftir breytinguna 470 krónur en 235 krónur fyrir börn, öryrkja og aldraða. Næturhröfnum verður áfram boðið upp á akstur næturstrætó og verður næturfargjaldið 940 krónur eftir breytinguna.
Eigendastefna Strætó er að fargjaldatekjur standi undir allt að 40 prósent af almennum rekstrarkostnaði Strætó, en í dag standa þær undir rúmlega 30 prósentum.