fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sanna Magdalena – „Mannskemmandi vítahringur að fólk þurfi að vinna stöðugt til að eiga rétt svo efni á helstu nauðsynjum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 13:00

Sanna Magdalena Mörtudóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins skrifar um það ferli sem hún segir mannskemmandi vítahring í stöðufærslu á Facebook í gærkvöldi. Þar vísar hún til einstaklinga sem þurfa að leggja á sig mikla vinnu með tilheyrandi álagi til þess að eiga rétt svo efni fyrir helstu nauðsynjum út mánuðinn, „og ekki einu sinni það.“

Segist Sanna vera að venja sig af því að hrósa fólki fyrir að vinna ógeðslega mikið. „Því ég áttaði mig á því að þannig er maður í raun að einhverju leyti að styðja þá hugmynd að það sé dyggð að vinna að þeim punkti að manneskjan geti mögulega keyrt sig gjörsamlega út og endað á vegg.“

Í þessari viku er ég búin að standa í flutningum, fá eingöngu nokkur mígrenisköst og leggja fram ýmsar tillögur í borgarráði, ein tillaga sósíalista var samþykkt og það var um að tala við fólkið í húnsæðisvanda. Þó að við þurfum aðgerðir en ekki enn fleiri skýrslur og samantektir til að kortleggja vandann, þá þurfum við svo sannarlega að heyra raddir þeirra sem eru í húsnæðisvanda og ég er mjög glöð með að þessi tillaga hafi verið samþykkt. Tillagan var eftirfarandi: Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni væntingar og þarfir einstaklinga sem eru í húsnæðisvanda í borginni. Til að fá heildstæða mynd af aðstæðum þarf að ræða við fólkið í húsnæðisvanda og eru eigindlegar rannsóknaraðferðir þar hentugar, hvort sem slíkt er til dæmis í formi hálfstaðlaðra viðtala eða í rýnihópum.

Mannfræðingurinn í mér braust út með því að tala um eigindlegar aðferðir en það eru til dæmis einstaklingsviðtöl og rýnihópar þar sem talað er við 6-8 manns í einu. Ég tel svona nálgun hentuga því stjórnvöld þurfa virklilega að tala við fólkið, með þessu er því verið að fyrirbyggja að eingöngu til dæmis staðlaðir og einfaldir spurningalistar með „já“ eða „nei“ svarmöguleikum verði sendir út til fólks. Mikilvægt er að tala við fólk í húsnæðisvanda, raddir þeirra eiga að koma að allri húsnæðisuppbyggingu, þar sem við erum jú að tala um framtíðarheimili þeirra. Væntingar og langanir til húsnæðis og búsetuúrræða eru ólíkar og í slíkri uppbyggingu þarf að taka mið af þessum röddum og er slíkt ómissandi þáttur í að leysa húsnæðisvandann. Öruggt húsnæði er ein grunnforsenda velferðar og ef það er ekki í lagi brestur svo margt annað.

Í þessari viku er ég einnig búin að fara með mömmu mína niður á geðsvið vegna ógeðslegrar vanlíðunar og fékk hún meðal annars kvíðakast þegar hún var svo elskuleg á leið fyrir mig út í apótekið en komst svo ekki inn vegna kvíðakastsins. Kulnun í starfi hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu, ástand sem myndast hjá fólki þegar það glímir við mikla streitu í starfi í langan tíma. Ég tel að álagið sem fyrrum láglaunastarfskonan hún móðir mín upplifði, sem er álag sem fjölmargir aðrir upplifa, sé að stórum hluta orsakavaldur niðurbrjótandi áhrifa á sálarlífið, sem veldur kvíða, streitu og vannlíðan. Eða eins og mamma mín orðaði það svo vel „það er verið að brytja fólk niður ár eftir ár“.

Þessi ferli, þar sem einstaklingar þurfa að vinna og vinna til þess að eiga rétt svo efni fyrir helstu nauðsynjum út mánuðinn og ekki einu sinni það, eru gjörsamlega að brjóta fólk niður. Það er mannskemmandi vítahringur að þurfa að keyra sig út á þann stað að gengið er verulega á andlegt heilbrigði. Því er ég að reyna að venja mig af því að hrósa fólki fyrir að vinna ógeðslega mikið, því ég áttaði mig á því um daginn þegar ég sagði við vinkonur mínar að þær væru „svo duglegar að vera í tveimur vinnum“ eða ógeðslega miklir kraftar fyrir að taka alltaf aukavaktir og „algjörir massakögglar“ fyrir að segja já við allri vinnu fyrir aukapening, að maður væri í raun að einhverju leyti að styðja þá hugmynd að það sé dyggð að vinna að þeim punkti að manneskjan gæti mögulega keyrt sig gjörsamlega út og endað á vegg. Á sama tíma er ég að reyna að aflæra að það sé dugnaður í mér eða eftirsóknarvert að vaka lengi og þurfa lítinn svefn til að koma hlutunum í verk, það er óheilbrigt og gerir ofkeyrslu að viðmiði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?