Mynd dagsins er tekin í umferðinni rétt um kl. 16 í dag.
Á henni má sjá hvar sendibíll sem leggur upp á gangstétt á Grensásvegi, á horni Fellsmúla og Grensásvegar kemur í veg fyrir að fatlaður einstaklingur komist leiðar sinnar.
Þetta er auðvitað óásættanlegt fyrir gangandi vegfarendur og aðra, líkt og fatlaða manninn í stólnum, sem þurfa og eiga rétt á að nota gangstéttina. Eina leiðin fyrir manninn er að fara út á götuna, þar sem umferðin er mikil á þessum tíma.
Stöðubrot sem þetta varðar við 108. grein umferðarlaga nr. 50/1987 og er sektin 10.000 kr.