fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Halldór Blöndal háði rimmur við Steingrím J.: „Hvorugur okkar hikaði við að beita klækjum ef þess þurfti“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. júlí 2018 19:00

Hluti af 17 kílómetra trefli Fríðu Bjarkar Gylfadóttur í tilefni Héðinsfjarðargangna. 1400 manns í 11 löndum prjónuðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Blöndal var lengi vel einn af mest áberandi stjórnmálamönnum landsins. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra í fjögur ár, síðan samgönguráðherra í önnur fjögur ár og þingforseti í sex. Hann var þekktur fyrir sitt alþýðlega fas, hagmælsku en gat einnig verið beittur þegar á þurfti að halda. Kristinn ræddi við Halldór um uppvaxtarárin, árin í hvalstöðinni, stjórnmálin og hvað hann hefur verið að bralla síðan þingmennskunni lauk.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

 

Árin 1980 til 1983 klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og stuðningsmenn Gunnars Thoroddssonar fóru í ríkisstjórn en stuðningsmenn formannsins Geirs Hallgrímssonar voru í andstöðu. Halldór segist vitaskuld hafa staðið með Geir og vitnar í Styrmi Gunnarsson sem hefur sagt að Halldór hafi verið í vondu skapi allan þann tíma sem ríkisstjórn Gunnars sat!

„Þetta voru erfiðir tímar í flokknum og reyndi á gamla vináttu. Við Pálmi Jónsson höfðum verið mjög nánir, trúnaðarvinir raunar, en hann varð ráðherra í þessari stjórn. Það var okkar gæfa að við náðum aftur saman, vináttan rofnaði aldrei alveg. En auðvitað var þetta erfitt. En það hjálpaði að það var ekki djúp gjá í skoðunum okkar á milli, heldur var það ágreiningur um persónur fyrst og fremst, – Gunnar eða Geir, Klofningurinn núna er af allt öðrum toga. Við í Sjálfstæðisflokknum erum trúir okkar stefnu, sem flokkurinn var á sínum tíma stofnaður um, að ekki komi til greina að Íslendingar afsali sér landsréttindum til Evrópusambandsins.

Þú varst talinn ansi beittur þingmaður?“

„Ég veit ekkert um það“ segir Halldór kíminn. „Auðvitað reyndi maður í stjórnarandstöðu að beita hörku og ég efast ekki um að ég hafi stundum gengið of langt. En grunnhugsun mín í pólitík hefur alltaf verið sú sama og alltaf legið skýrt fyrir.“

Halldór háði rimmur í stjórnmálunum og nefnir sérstaklega Jón Baldvin Hannibalsson, sinn gamla skólafélaga, en þeir deildu mikið um landbúnaðarmál þegar Halldór var yfir málaflokknum en Jón utanríkisráðherra.

„Hann var ósáttur við mína stefnu og við rifumst á ríkisstjórnarfundum. Hann vildi opna landamærin og hafði ekki skilning á því að við þurfum að reka hér sjálfstæðan landbúnað og verjast búfjársjúkdómum. Þetta gera aðrar þjóðir líka.“

Annar rammur andstæðingur var Steingrímur J. Sigfússon.

„Við tókumst oft harkalega á, stundum svo að það fauk í okkur báða. Og hvorugur okkar hikaði við að beita klækjum ef þess þurfti. En við vorum fljótir að jafna okkur og gátum treyst orðum hvor annars í einkasamtölum. Það er mikils virði fyrir stjórnmálamenn í ólíkum flokkum, þegar þeir eru í sama kjördæmi, að geta ræktað vináttuna sín á milli. Og svo hef ég gaman af því að besta þingvísan sem ég hef ort, var um Steingrím. Nauðsynlegt er að hafa nokkurn formála að henni. Bræðurnir Þórarinn og Árni í Holti Þistilfirði voru miklir fjárræktarmenn og hét frægasti hrúturinn Pjakkur. Það er til marks um ágæti hans að Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri fékk vinstri framfótarlegg Pjakks í afmælisgjöf fimmtugur. Og þá er það vísan:

Var í holti hrútur vænn,

en hann er dauður;

Steingrímur er stundum grænn,

og stundum rauður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni