fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bein lína Sjónvarps DV slær í gegn: Borgarmálin, söngur og dramatískt atriði úr Macbeth

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. maí 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddvitar framboða til borgarstjórnarkosninganna voru í Beinni línu við áhorfendur hjá Sjónvarpi DV í vikunni. Þar sendu lesendur inni spurningar, bæði grafalvarlegar og laufléttar.

Reykjavík að okra sig út af markaðinum

Fyrstur í Beina línu var Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, föstudaginn 18. maí og eins og gefur að skilja var hann gagnrýninn á núverandi meirihluta. Fyrsta spurningin kom frá Rögnu, um hvaða lag Todmobile honum þætti vænst um.

„Eldlagið. Þar er texti sem fjallar um fjölskyldumálin mín og skilnað foreldra minna. Svo er nú alltaf gantast með textann, „Ég brenn innan í mér“, sem snúið er upp á að ég brenni naan brauð.“

Heiðmar Guðmundsson spurði hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gera í leikskólamálum.

„Tryggja að fólk geti gengið að leikskólaplássi vísu. Það er búið að lofa þessu í 16 ár en ekki gengið vegna manneklu. Við viljum setja pening í þennan málaflokk en spara í stjórnsýslunni.“

Valur spurði hvaða þrjú verkefni væru brýnust.

„Í fyrsta lagi húsnæðismálin, ungt fólk getur ekki keypt sér húsnæði og býr í foreldrahúsum. Við munum byggja á Keldum, við BSÍ og Örfirisey sem dæmi, til að bregðast við. Í öðru lagi er það samgönguvandinn því umferðin stíflast tvisvar á hverjum degi. Við erum með raunhæfar aðgerðir um lagfæringar á vegamótum, ljósastýringu og fleiru. Í þriðja lagi er það rétt ráðstöfun fjármagns, til dæmis í skólunum þar sem það verður að fara til kennara, skólastjóra og nemenda.“

Árni spurði hvort það væri raunhæft að lækka útsvar?

„Já, borgin hefur verið að okra sig út af markaðinum. Borgin tekur meira af launaumslaginu þínu en nokkuð annað sveitarfélag í nágrenninu og því flytur fólk þangað og jafnvel á Selfoss og í Reykjanesbæ þar sem skattarnir eru lægri og húsnæðisverð líka. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf við önnur sveitarfélög og útlönd.“

 

Fortíðarþrá í Sjálfstæðisflokknum

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, svaraði spurningum lesenda á þriðjudag. Arnar spurði hvort kjósendur hefðu val um tvær blokkir í kosningunum í ljósi þess að Samfylkingin hefði útilokað samstarf við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn vegna þess að þeir styddu ekki áætlanir meirihlutans um þéttingu byggðar.

„Já, mér finnst kosningabaráttan hafa kristallast um þetta. Það eru tveir býsna skýrir valkostir um hvernig við sjáum framtíð Reykjavíkur. Við höfum lagt áherslu á að þróa borgina inn á við, í græna átt, sem stuðlar að aukinni þjónustu í hverfunum. En mér finnst vera fortíðarþrá í því sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að kynna þó þeir hafi rokkað til og frá í sínum áherslum.“

Chloe spurði hver bæri ábyrgð á klúðrinu í Hörpu og átti þar við uppsagnir þjónustufulltrúa vegna launaskerðingar á meðan forstjórinn fékk hækkun.

„Kannski berum við sem eigendur, ríki og borg, ábyrgð á því að hafa sett of bratta hagræðingarkröfu á húsið og þurfum að horfast í augu við að það þarf að setja meira peninga þarna inn. En það eru stjórnin og stjórnendur sem taka einstakar ákvarðanir.“

Ludmila spurði hvað úrskeiðis hafi farið í húsnæðismálum og Dagur sagði tvær ástæður hafa orsakað erfiðleika.

„Vöxturinn í ferðaþjónustunni sem enginn sá fyrir og seinkun á stofnframlögum frá ríkinu sem seinkaði ferlinu um tvö ár. Ólíkt öðrum höfum við í Reykjavík verið að vinna að fjölbreyttum húsnæðisúrræðum, verkalýðsbústöðum, stúdentaíbúðum og svo framvegis. Þetta er risastórt verkefni sem allir verða að koma að.“

Meðal óhefðbundnari spurninga sem borgarstjórinn fékk var til dæmis spurning frá Þrúði, um hvort ananas ætti heima á pizzum en það er málefni sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bryddaði upp á á sínum tíma. Dagur svaraði:

„Ég ber mikla virðingu fyrir forsetanum, en mér finnst ananas gott á pizzu í vissum blöndum og enn fremur pepperoni, gráðaostur og ananas. Prófa það. Það er mjög gott.“

Borgarlínuperri

Á miðvikudagsmorgun mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, og Kjartan spurði hvort eðlilegt væri að selja 400 milljón króna íbúðir á meðan fólk byggi í tjöldum í Laugardalnum.

„Ef einhver vill kaupa svo dýrar íbúðir er þeim frjálst að gera það. Ég hef ekki efni á að kaupa mér íbúð og flestir í Pírötum eru ungt og efnaminna fólk. Við höfum sett það á oddinn að byggja minna húsnæði sem hentar ungu fólki og það er verið að gera það núna.“

Aðalsteinn spurði hvort samstarf við Sjálfstæðisflokkinn kæmi til greina.

„Traust er undirstaðan að góðu samstarfi og við getum unnið með öllum þeim sem eru ekki blóðugir upp að öxlum af spillingarmálum. Þess vegna er samstarf við Sjálfstæðisflokkinn útilokað núna.“

Gylfi og Guðni spurðu um borgarlínuna og Dóra viðurkenndi að vera „borgarlínuperri“.

Egill spurði hvað Dóra tæki í bekk og svarið var:

„Ég veit það ekki, ég tek aldrei bekk. En ég er samt mjög sterk.“

Einn daginn verður leikskólinn gjaldfrjáls

Síðdegis á miðvikudag settist Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, í stólinn og Bjarki Þór Grönfeldt opnaði með spurningu um hvort stytting vinnuvikunnar yki lífsgæði borgarbúa.

„Já, rannsóknir hafa sýnt það og að ánægt starfsfólk sem er ekki undir álagi eykur framleiðni. Þetta var Vinstri Græn tillaga frá 2014 og nú erum við að fara í annan fasa og munum stytta hjá tvö þúsund manns.“

Elís spurði hvað borgin gæti gert fyrir barnafjölskyldur, en eitt helsta loforð flokksins fyrir síðustu kosningar var gjaldfrjálsir leikskólar. Líf nefndi afslætti á ýmsum sviðum og lækkun gjaldskrár.

„Við erum í meirihlutasamstarfi með flokkum sem aðhyllast ekki sömu hugmyndafræði. En við lækkuðum leikskólagjöldin um 85 þúsund krónur á ári. Við munum halda áfram að lækka og einn daginn, sannaðu til, verður leikskólinn gjaldfrjáls.“

Lilja Katrín bað Líf að sýna leyndan hæfileika í beinni og Líf flutti runu úr Macbeth á tilfinningaþrunginn máta.

„Hás er hrafninn sem klakar mér um Dúnkans feigðarför.“

Þurfum skatta frá hinum ríku

Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokknum söng uppáhalds lagið sitt, Survivor með Destiny´s Child, fyrir áhorfendur á fimmtudagsmorgun. Það var Jónatan sem spurði.

Halldóra spurði hvaða velferðarúrræði Sósíalistar ætluðu að bjóða upp á og hvernig ætti að fjármagna þau.

„Hér er rekin láglaunastefna og það er hægt að ráðast strax í að hækka laun hjá borginni. Við þurfum samstillt átak með Alþingi og verkalýðshreyfingunni og við þurfum útsvar, skatta frá hinum ríku. Sem dæmi þá bera fjármagnstekjur ekki útsvar líkt og launatekjur.“

Sólmundur spurði hvað flokkurinn ætlaði að gera fyrir innflytjendur.

„Ólíkt öðrum flokkum höfum við stillt innflytjendum upp á lista og við erum fólkið sem höfum upplifað jaðarsetningu og mismunun. Það þarf að gera innflytjendum auðveldara fyrir, til dæmis með þýðingu upplýsinga.“

Borgarlínubjórinn bruðl

Í hádeginu á fimmtudag mætti Vigdís Hauksdóttir frá Miðflokknum en hún var þekkt fyrir að grandskoða öll útgjöld sem formaður fjárlaganefndar Alþingis. Þess vegna spurði Valgerður hvar hún myndi skera niður í stjórnsýslu borgarinnar.

„Til dæmis með því að stokka upp nefndaskipan og sviðin hjá borginni. Ég get nefnt dæmi um bruðl þegar borgin tók þátt í ráðstefnu í Laugardalnum og tólf milljónir af útsvarstekjum voru notaðar til að framleiða bjór til að kynna Borgarlínuna. Þetta eru laun tveggja grunnskólakennara. Annað dæmi er listaverk á Sæbrautinni sem verið er að kaupa fyrir þrjátíu milljónir.“

Vigdís lýsti því þegar hún fór í fallhlífarstökk fyrir málstaðinn.

„Ég var ekki hrædd við flugið og ekki við stökkið. Ég var hrædd við að fallhlífin myndi ekki opnast. Mér leið mjög undarlega í heilan dag eftir þetta og svolítið eins og ég væri í’ðí.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð