Þekktur gárungi sagði eitt sinn að í nútímanum væru sendiráð álíka gagnleg og uxakerrur.
Líklega er það ofmælt.
En þessi orð koma í hugann þegar maður les að utanríkisráðuneytið leggist gegn þingtillögu um að fjarlægja úr lögum ákvæði um að bannað sé að móðga erlenda þjóðhöfðingja.
Tvö fræg dæmi eru um að þessum lögum hafi verið beitt, það var fyrir löngu síðan, í báðum tilvikum átti Hitler í hlut – þeir sem móðguðu einræðisherrann voru Þórbergur Þórðarson og Steinn Steinarr.
Eða finnst okkur að Pútín, Erdogan og Trump – nú eða Kim Jong Un – þurfi sérstaka vernd í íslenskum lögum?