fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Stefán leiðir lista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði.

Framsóknarfélag Héraðs og Borgarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Fljótsdalshéraði. Uppstillingarnefnd félagsins kynnti tillögu sína að 18 manna framboðslista á fundinum og var tillagan samþykkt einróma. Þetta kemur fram í tilkynningu:

Bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir skipa tvö efstu sæti listans. Þriðja sætið skipar Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi, ráðunautur og formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum. Fjórða sætið skipar síðan Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi.

Listann skipa alls 8 konur og 10 karlar, en þegar horft er til efstu 8 sætanna skipa þau 5 konur og 3 karlar. Meðalaldur frambjóðenda er 44 ár en tæplega 63 árum munar á yngsta frambjóðanda, Aðalheiði Björtu sem skipar fjórða sæti, og Guðmundi Þorleifssyni sem vermir heiðurssæti listans, það átjánda.

Aðalheiður og Guðmundur sátu bæði einnig á framboðslista fyrir síðustu kosningar, og það sem meira er, bæði tóku sæti á bæjarstjórnarfundum á kjörtímabilinu í forföllum aðalmanna.

Við síðustu kosningar hlaut B-listinn flest atkvæði allra framboða á Fljótsdalshéraði og 3 bæjarfulltrúa af 9 í bæjarstjórn, en hefur setið í minnihluta á yfirstandandi kjörtímabili.

Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði:
1.      Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
2.      Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
3.      Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
4.      Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
5.      Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
6.      Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
7.      Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
8.      Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
9.      Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
10.     Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
11.     Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
12.     Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
13.     Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
14.     Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
15.     Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
16.     Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
17.     Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
18.     Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni