fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Sóley Tómasdóttir sver af sér kvennaframboð: „Ég er gerð að höfuðpaur“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Tómasdóttir

Í gær barst tilkynning þess efnis að breiðfylking kvenna hafi hist í gær og ákveðið að bjóða fram kvennalista í borgarstjórnarkosningum, þar sem femínísk málefni yrðu sett á oddinn. Ekki kom fram hvaða konur stæðu á bakvið framboðið, en í tilkynningunni er vísað til baráttufundar kvenna í október síðastliðnum á Hótel Sögu, sem hafi orðið kveikjan að framboðshugleiðingum.

Sóley Tómasdóttir, fyrrum forseti borgarstjórnar fyrir VG, sem nú stundar rannsóknir í jafnréttis- og fjölmenningarmálum í Hollandi og hefur lengi barist fyrir femínískum gildum, blés til þess fundar, en hún segist á Facebooksíðu sinni í dag ekki koma að framboðinu, þó svo hún muni styðja það:

„Ég er gerð að höfuðpaur. Það er svo sem skiljanlegt þar sem ég boðaði til fundarins í október, en það er kominn tími til að fjölmiðlar og spegúlantar átti sig á því að femínísk hreyfing er ekki einnar konu mál. Það er ekki lengur hægt að afgreiða femínisma með því að varpa mér eða Hildi Lilliendahl á bálið. Að baki kvennaframboðinu stendur stór hópur kvenna sem munu stíga fram og kynna sig þegar þeim hentar,“

segir Sóley og útskýrir að nafnleysið sé í raun þaulhugsuð herkænska og vandvirkni, ekki sé betra að „æða óundirbúin í fjölmiðla.“ Hvort Sóley sé að vísa í viðtal Sindra Sindrasonar og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík á Stöð 2 á dögunum skal ósagt látið, þó það mál komi óneitanlega upp í hugann.

Sóley segir að þetta sé gert með þessum hætti, til þess að engin ein kona sé tekin fyrir sem forsprakki:

„Konurnar hafa verið gagnrýndar fyrir að hafa ekki nöfn á bak við tilkynninguna. Einn vinur minn sagði þetta skýrt dæmi um að það væri erfiðara að fá konur en karla í fjölmiðla, framboð karla myndi aldrei veigra sér með þessum hætti. Það er hárrétt, en skýrt dæmi um vinnubrögð sem karlar gætu lært af konum. Það er alls ekkert betra að æða óundirbúin í fjölmiðla, það gagnast hvorki málstaðnum né hlustendum.

Þetta tvennt tengist að sjálfsögðu. Konurnar sem standa að kvennaframboðinu vita sem er, að samfélaginu finnst þægilegast að hafa bara eina konu sem femínistANN. Ef einhver nöfn hefðu verið sett á bakvið tilkynninguna í gær, þá hefði fljótlega einhver ein verið tekin fyrir sem forsprakki. Þær vita líka sem er, að hefðu þær ætt af stað í viðtöl með ófrágengna stefnu, hefðu þær fljótlega verið hankaðar á því sem vantar, mismælum, röngu orðalagi eða of skrækri röddu.

Konur í femínískri baráttu hljóta mun harðari útreið en aðrar konur sem þó hljóta harðari útreið en karlar í fjölmiðlum og stjórnmálum. Þær geta því ekki leyft sér að æða óundirbúnar í fjölmiðla og gaspra um eitthvað sem þær eru ekki með á hreinu. Það er ekki konunum að kenna, heldur samfélaginu. Þetta er ein af mýmörgum staðreyndum sem undirstrika mikilvægi kvennaframboðs.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni