fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Fyrrum framkvæmdarstjórar takast á í Kópavogi

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Hrafn Sigurðsson

Fyrrum framkvæmdarstjórar þriggja stærstu sérsambanda ÍSÍ munu keppast í komandi sveitastjórnarkosningum í Kópavogi. Það eru þeir Geir Magnússon, fyrrum formaður  og framkvæmdarstjóri KSÍ sem er oddviti Miðflokksins, Einar Þorvarðarson, fyrrum framkvæmdarstjóri HSÍ, sem er í öðru sæti fyrir Viðreisn og Bjarta framtíð, og Pétur Hrafn Sigurðsson, fyrrum framkvæmdarstjóri KKÍ, sem er oddviti Samfylkingarinnar. Svo gæti farið að þeir tækju sæti saman í bæjarstjórn:

„Þetta er óneitanlega mjög sérstakt en dálítið skemmtilegt. Ég hef nú ekki enn hitt þá eftir að tilkynnt var um framboð Geirs. Við þekkjumst allir ágætlega enda áttum við sameiginleg baráttumál þegar við gegndum þessum störfum,“

segir Pétur Hrafn við Morgunblaðið í dag.

Hann segir að það hafi einnig verið samkeppni milli sérsambandanna og formannanna í störfum sínum:

„Já, við slógumst auðvitað um að fá bestu íþróttamennina í okkar sport. Þetta var sérstaklega á milli körfuboltans og handboltans, vetraríþróttanna. Svo börðumst við um að fá stóru fyrirtækin til að styrkja okkur en ekki hina. Þetta var bæði samvinna og slagsmál.“

Aðspurður hvort það verði reyndin nú sagði Pétur:

„Við byrjum á því að slást og svo sjáum við til hvort það verður einhver samvinna á eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur