Íslenska þjóðfylkingin hélt blaðamannafund í dag laugardag kl. 13. 15 þar sem framboð flokksins í Reykjavík var kynnt.
Formaður flokksins, Guðmundur Karl Þorleifsson, fór yfir helstu stefnumál flokksins og kynnti fólkið í þremur fyrstu sætunum.
Helstu áherslumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar eru að draga til baka lóð undir mosku og allar leyfisveitingar vegna viðbyggingar á bænahúsi múslíma í Öskjuhlíð en þar hefur m.a. verið veitt leyfi fyrir kallturni.
Fyrstu þrjú sæti Íslensku þjóðfylkingarinnar eru skipuð þannig:
Að öðru leiti í stuttu máli eru helstu stefnumál:
o Höfnum þéttingu byggðar á kostnað grænna svæða.
o Gerum íbúum kleift að eignast þak yfir höfuðið. Endurvekjum verkamannabústaðakerfið.
o Gerum Reykjavík fjölskylduvænni með opnun leikskóla og róluvalla
o Gerum Reykjavík fjölskylduvænni með skipulagningu opinna svæða, það eykur lífsgæði borgarbúa.
o Íslenska þjóðfylkingin hafnar borgarlínu en vill nýta það fjármagn sem Vegagerðin lætur af hendi rakna til uppbyggingar mislægra gatnamóta, þannig að umferð geti óhindrað farið eftir aðalstofnæðum borgarinnar.
o Gjaldfrjálst verði í strætó fyrir alla sem stunda skóla á höfuðborgarsvæðinu, minkum mengun.
o Flytjum stofnannir borgarinnar úr miðbænum í úthverfi þar er skynsamlegt.
o Hreinsum götur reglulega, það minkar svifryk. Heilsuvernd í fyrirrúmi.
o Aldraðir eiga skilið áhyggjulaust æfi kvöld, byggjum hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða.
o Íslenska þjóðfylkingin hafnar borgarlínu, nýtum fjármuni betur. Búum til mislæg gatnamót svo umferð geti komist óhindrað leiðar sinnar, það minkar mengun.
Formaður flokksins sagði jafnframt að á næstu dögum myndu fleiri framboð líta dagsins ljós sem hefðu í raun enga stefnu aðra en að apa eftir stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar.