Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og Karl Berndsen hárgreiðslumeistari leiða lista Flokks fólksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Flokkur fólksins tilkynnti um 10 efstu sætin á fundi í Norræna húsinu eftir hádegi í dag.
Kolbrún var í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður í síðustu Alþingiskosningum en náði ekki inn á þing. Hún er sérfræðingur í klínískri sálfræði og hefur verið formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi frá árinu 2012.
Sjá einnig: Karl: „Mig óar við tilhugsuninni um að Vinstri græn og þeir komist aftur að“
Karl, sem var þekkt tískulögga á árum áður, var einnig á lista flokksins í síðustu Alþingiskosningum, skipaði hann 7.sæti á lista flokksins í Reykjavík norður.
Hér má sjá 10 efstu sætin á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík:
1. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
2. Karl Berndsen, hárgreiðslumeistari
3. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
4. Þór Elís Pálsson, leikstjóri
5. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður
6. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki
7. Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði
8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
9. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
10. Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður