fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni Ben gerir þriðju atlöguna að túristaskatti

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Mynd/Þormar Vignir

Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að hefja gjaldtöku af ferðamönnum í upphafi árs 2020. Eru þær tekjur áætlaðar um 2.5 milljarðar króna á ári. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sagði í fréttum RÚV að útfærslan á gjaldtökunni lægi ekki fyrir, en nýta ætti tímann vel til að ákveða hvaða kerfi yrði viðhaft.

Á vef Túrista.is er bent á að fjárlög þessa árs geri ráð fyrir að gistináttagjaldið skili hinu opinbera um 1.5 milljarði, en það var þrefaldað í fyrra. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum er nefnt að tekjur af gistináttaskatti renni til sveitafélaga.

Bjarni Benediktsson hefur því mælt fyrir þremur mismunandi álögum á ferðaþjónustu, ýmist sem fjármála- eða forsætisráðherra. Fyrst var náttúrupassinn kynntur til sögunnar og á síðasta ári var lagt til að ferðaþjónustan yrði færð í efra þrep virðisaukaskatts. Hvorug tillagan náði fram að ganga og er sérstaklega tekið fram í stjórnarsáttmálanum að áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði lögð til hliðar, meðan aðrar leiðir verði kannaðar, til dæmis með álagningu  komu- eða brottfarargjalds.

Í texta náttúrupassafrumvarpsins sem lagt var fram árið 2014 af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þáverandi ferðamálaráðherra, var ókosturinn við sérstakt komu- og brottfarargjald sagður að ekki væri hægt að gera undanþágu varðandi innanlandsflug vegna reglna EES sem giltu á svæðinu. Þá var skatturinn sagður skila sér út í verðlagið leiða til minni eftirspurnar, sérstaklega í innanlandsflugi.

Um 2.8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á innviðum fjölsóttra staða  í náttúru Íslands samkvæmt fjármálaáætluninni, en heildarútgjöld til ferðaþjónustu mun þó lækka úr 2.2 milljörðum í 1.6 milljarð á næstu fimm árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“