fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Tímamót í starfi frístundaheimila

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn hafa nú í fyrsta sinn verið gefin út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þetta er gert í samræmi við ákvæði í lögum um grunnskóla sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2016.

Starfsemi frístundaheimila hefur þróast á ýmsan veg frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði var sett grunnskólalög. Í kjölfar lagasetningar 2016 stofnaði ráðuneytið starfshóp, sem hafði það hlutverk að vinna viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks.

Leiðarljós frístundaheimila fyrir 6–9 ára börn er að bjóða þeim upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Einnig er lögð áhersla á að umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

,,Mikilvægur áfangi er í höfn sem snýr að því að samræma kröfur til starfsemi frístundaheimila og stuðla að þróunarstarfi um land allt í útfærslu og aukinni samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri nemendur í grunnskólum,“

segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Opið samráð var viðhaft við mótun tillagnanna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þetta var gert til að til að tryggja sem mestan samhljóm meðal allra þeirra sem koma að vinnu frístundaheimila. Í innsendum ábendingum komu alls staðar fram jákvæð viðhorf við gerð markmiða og viðmiða, umsagnaraðilar fögnuðu verkefninu og töldu það vera mikilvægt skref til að efla faglegt starf frístundaheimila og auka þróunarstarf í heimabyggð. Fyrirhuguð er kynning á viðmiðunum og innleiðing.

Skýrslu starfshópsins með viðmiðunum má lesa hér á vef ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur