fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Björn Leví saknar Benedikts: „Ljósárum betri en núverandi ráðherra“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, talar fallega um fyrrverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í opinskárri og einlægri Facebookfærslu í dag. Segir hann Benedikt hafa gert „fína“ hluti og hafi verið „ljósárum“ betri en núverandi ráðherra, Bjarni Benediktsson. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að Benedikt hefði getað orðið besti fjármálaráðherra sögunnar:

„Benedikt gerði fína hluti sem ráðherra og er ljósárum betri en núverandi ráðherra. Ég skal meira að segja taka að hluta til undir lof þingmanna viðreisnar á störf hans, heilt kjörtímabil af fleiri gagnsæismálum hefðu held ég gert hann að besta fjármálaráðherra sögunnar ef önnur mál myndu ganga vel á sama tíma.

Nóg um það, eitt sem hann sá kannski ekki er að það er líka leikrit í nefndum. Stundum er nefndarstarfið bara að vinna sig í gegnum tékklista af „umsagnir bárust, gestir komu, en það skiptir ekki máli hvað þau segja við afgreiðum (eða ekki) málið óháð því“.

En Benedikt mætti í þingsal, svaraði spurningum og gerði það hrokalaust og af fagmennsku en ekki pólitík (jú, kannski smá pólitískri hugmyndafræði). Ég sakna þess úr embætti fjármálaráðherra,“

segir Björn Leví.

Benedikt greinir frá því í Kjarnanum að Viðreisn hafi misst tökin í þeirri atburðarrás sem hófst í kjölfar þess að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á síðasta ári og er færsla Björns Leví skrifuð við þá frétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris