fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Björn Leví saknar Benedikts: „Ljósárum betri en núverandi ráðherra“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, talar fallega um fyrrverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í opinskárri og einlægri Facebookfærslu í dag. Segir hann Benedikt hafa gert „fína“ hluti og hafi verið „ljósárum“ betri en núverandi ráðherra, Bjarni Benediktsson. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að Benedikt hefði getað orðið besti fjármálaráðherra sögunnar:

„Benedikt gerði fína hluti sem ráðherra og er ljósárum betri en núverandi ráðherra. Ég skal meira að segja taka að hluta til undir lof þingmanna viðreisnar á störf hans, heilt kjörtímabil af fleiri gagnsæismálum hefðu held ég gert hann að besta fjármálaráðherra sögunnar ef önnur mál myndu ganga vel á sama tíma.

Nóg um það, eitt sem hann sá kannski ekki er að það er líka leikrit í nefndum. Stundum er nefndarstarfið bara að vinna sig í gegnum tékklista af „umsagnir bárust, gestir komu, en það skiptir ekki máli hvað þau segja við afgreiðum (eða ekki) málið óháð því“.

En Benedikt mætti í þingsal, svaraði spurningum og gerði það hrokalaust og af fagmennsku en ekki pólitík (jú, kannski smá pólitískri hugmyndafræði). Ég sakna þess úr embætti fjármálaráðherra,“

segir Björn Leví.

Benedikt greinir frá því í Kjarnanum að Viðreisn hafi misst tökin í þeirri atburðarrás sem hófst í kjölfar þess að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á síðasta ári og er færsla Björns Leví skrifuð við þá frétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur