fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Árni Johnsen: „Mér hefur aldrei verið boðið að flytja ræðu í Valhöll“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 28. apríl 2018 13:00

Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn hefur verið erfiður hjá Árna Johnsen, þessum þekktasta syni Vestmannaeyja. Á aðeins hálfu ári hefur Árni misst tvo syni á sviplegan hátt. Á sama tíma og hann hefur tekist á við sársauka sem vart verður lýst í orðum hefur hann glímt við alvarleg veikindi. En Árni brosir í gegnum tárin með sinni einstöku glettni og heldur áfram sinni óhefðbundnu göngu í lífinu. Nú í vor gefur hann út þrjú tónlistarsöfn, öll með ólíku sniði. Blaðamaður DV skrapp út í Eyjar til að ræða æskuna, starfsferilinn, tónlistina og sonamissinn við Árna.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Utangarðs í flokknum

Viðbrögð stjórnvalda, eða skortur á þeim réttara sagt, urðu til þess að Árni bauð sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1983 og náði kjöri. Alls sat hann á þingi frá 1983 til 2013 með hléum 1987 til 1991, þegar hann náði ekki kjöri, og árin 2001 til 2007 þegar hann sagði af sér þingmennsku vegna misferlis með reikninga og hlaut tveggja ára fangelsisdóm. Árni var alla tíð hávær og umdeildur þingmaður, ekki síst innan eigin flokks. En engum duldist að hann barðist dyggilega fyrir sína heimabyggð.

„Mér fannst Eyjamenn fara svo illa út úr kerfinu. Þeim var ekki hjálpað eins og til stóð eftir gosið en það hefur verið þannig alla tíð. Eyjamönnum hefur alla tíð verið gert að bjarga sér sjálfir. Áður fyrr voru Eyjarnar séreign konungs og kallaðar gullkista Íslands. Nýhöfnin, Konunglega leikhúsið og allt þetta var byggt fyrir peninga héðan. Við áttum að vinna fyrir öllu en fá ekkert í staðinn. Þess vegna fór ég út í pólitík.“

Árni segir að honum hafi gengið vel á þingi og hann náð ýmsum þjóðþrifamálum í gegn með setu í fjárlaganefnd. Hann sótti mál hart og fékk margt í gegn með frekju og eftirfylgni að eigin sögn. Krabbameinsdeildin, fjarkennsla og tilkynningarskylda sjómanna eru mál sem nefnd eru sérstaklega. Hann gerði sér þó grein fyrir því að samvinna við aðra þingmenn, sama í hvaða flokki þeir stóðu, var mikilvæg.

Það kemur hik á Árna þegar ég spyr hann hvort honum hafi alltaf gengið vel að vinna í flokknum.

„Ég var eiginlega ekkert í flokknum,“ segir hann loks. „Þetta er eins og með tónlistina. Ég hef gefið út fleiri hundruð lög, en Andrea Jóns hefur aldrei spilað þau í útvarpinu. Mér hefur heldur aldrei verið boðið að flytja ræðu í Valhöll, jafnvel þó að ég hafi verið einn af helstu ræðumönnum Sjálfstæðisflokksins í mörg ár. Þetta er bara svona, maður passaði ekki alls staðar inn. Ég var ekki venjulegur stjórnmálamaður, ég var byltingarmaður. Sennilega sá eini sem hefur setið á Alþingi Íslendinga. Ég tók af skarið og keyrði hlutina í gegn. Þess vegna var ég líka alveg djöfullega umdeildur og margir biðu eftir tækifæri til að sparka í mig. En skítt með það, ég hef sterk bein,“ segir hann ákveðinn.

Árni viðurkennir að í athafnasemi sinni hafi hann gert mistök. En hann hafi þá reynt að leiðrétta þau, klára og gera upp.

Hann flettir í símanum og sýnir mér svo langa og innilega afmæliskveðju sem hann fékk senda frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Það fer ekki á milli mála að honum þótti mjög vænt um kveðjuna og segir að þeir Sigmundur þekkist ekki einu sinni vel.

„Ég hef ekki fengið svona kveðju frá mínum eigin samflokksmönnum.“

Árni hefur blendnar tilfinningar gagnvart stjórnmálunum í dag. Inni á Alþingi sé upp til hópa „námskeiðs- og skýrslufólk“ sem komi hlutum sjaldnast í verk. „Ég vil ekki vera að dæma einstaklinga en það er margt fólk í stjórnmálunum í dag sem hefur enga reynslu og ekkert verkvit. Gráður frá skólum og stofnunum skipta ekki máli. Stjórnmálin í dag ráðast að miklu leyti af dægurflugum og uppþotum. Hlutir eins og naglalakk geta hleypt öllu í bál og brand.“ Er hann þar mögulega að vísa í naglalakkstilraun Þorsteins V. Einarssonar, frambjóðanda Vinstri grænna.

Honum líst hins vegar ágætlega á þessa ríkisstjórn sem nú situr.

„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Sjálfstæðismenn og kommarnir ættu að vinna saman. Það er svo margt líkt með þeim, þeir taka af skarið og standa við það sem þeir segja. Loksins þorðu gömlu allaballarnir að mæta til samstarfs við íhaldið,“ segir hann kátur. „Mér fannst mikilvægt að fá Framsókn með því þeir eru mjög stabílir. Því miður er það með apparat eins og Samfylkinguna, allt ágætisfólk og indælt, en þetta er eins og viðbrenndur bíxímatur. Þokkalegt á pönnunni framan af en skilar ekki árangri. Það var alltaf sagt að Jóhanna Sigurðar hefði gert svo mikið fyrir fólk. Kjaftæði. Ég skora á þig að finna eitthvað sem hún gerði, þetta var meira og minna blaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“