fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur Ernir: „Fjölmiðlum mun fækka á komandi misserum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 2. apríl 2018 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri og dagskrárstjóri Hringbrautar, er ekki bjartsýnn fyrir hönd fjölmiðla í pistli sínum í dag er nefnist „Pólitísk sátt um aðgerðarleysi“. Hann segir alla stjórnmálaflokka styðja aðstöðumun fjölmiðla, af mismunandi forsendum og þeim muni fækka á komandi misserum:

„Frjálsum og einkareknum fjölmiðlum mun fækka á komandi misserum. Þróttmikil umræða og aðhaldsrík fréttamennska mun víkja fyrir einsleitni og fábreytni á þessu mikilvæga sviði samfélagsins. Ástæðan er ofureinföld. Á Íslandi ríkir pólitísk sátt um aðstöðumun á fjölmiðlamarkaði, svo mikinn raunar að ef hann gilti á öðrum lendum atvinnulífsins væru opinberar eftrlitsstofnanir þegar búnar að taka þar til.

Ríkisútvarpið fær ekki einasta milljarða meðgjöf ríkissjóðs, jafnt á fjárlögum sem aukafjárlögum og til þrautavara bakfærðar leiðréttingar, heldur fer það fram á auglýsinga-, kostunar- og kynningarmarkaði af slíku offorsi að einkareknir fjölmiðlar hafa þar ekki bolmagn til að keppa við sterkustu markaðsdeild í faginu sem veifar náttúrlega hæstu áhorfstölunum framan í kúnnann – og eykur aðstöðumuninn enn meira.

Þetta styðja allir stjórnmálaflokkar, Vinstri græn í nafni forsjárinnar, Framsókn í nafni sögunnar, Samfylkingin í nafni kúltúrsins, Miðflokkurinn í nafni þjóðarinnar, Flokkur fólksins í nafni almennings, Píratar í nafni upplýsingar, Viðreisn í nafni frjálsræðis og Sjálfstæðisflokkurinn í nafni staðreynda; hann hefur langoftast haft völdin í ráðuneyti fjölmiðla síðustu áratugi og sýnt þar einbeitt og óumdeilt aðgerðarleysi í verki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump