Ég er ekki búinn að hlusta á þessa þætti, en þetta er dálítið djarft hjá frændum okkar Dönum – og oggulítið kvikindislegt líka.
Þættirninir koma frá Danmarks Radio og fjalla um listamenn sem dagskrárgerðarmennirnir telja ofmetna. Í fyrsta þættinum segir píanóleikarinn Nikolaj Koppel frá því hvers vegna hann telur Mozart vera ofmetinn.
Í örðum þætti fær Quentin Tarantino sömu meðferð hjá kvikmyndaleikstjóranum Erik Clausen.
Í þriðja þætti talar listakonan Simone Aaberg Kærn um að Picasso sé ofmetinn.
Og í fjórða þættinum er það James Joyce sem fær fyrir ferðina hjá rithöfundinum Maren Uthaug.