fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Það versta hingað til frá Trump

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 06:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-yfirlýsing Donalds Trumps Bandaríkjaforseta frá því í gær er það galnasta sem hann hefur gert í forsetatíð sinni. Svona tala ekki þjóðhöfðingjar, hvað þá leiðtogi mesta herveldis heimsins. Þetta hljómar eins og eitthvað sem er sagt í slagsmálum utan við krá.

Sagt er að Trump hafi heyrt vitnað í óvarlegt tal rússnesks sendifulltrúa í Beirút í morgunsjónvarpi, það hafi jafnvel verið misskilningur í þýðingu, og hann rýkur á lyklaborðið og hamrar þetta inn á samskiptavefinn.

Þar varla að taka fram hvað þetta er andstætt öllu sem heitir diplómatía. Og nokkrum dögum áður hafði Trump lýst því yfir að hann vildi hverfa frá Sýrlandi með herinn. En þarna eru það nýjar og flottar eldflaugar sem eiga að tala.

Trump hefur semsagt enga stefnu. En hann rýkur upp í æðiskasti eftir því sem vindar blása á fréttastöðvum í sjónvarpi. Þarf varla frekari vitnanna við hvað hann er hættulegur friðnum.

Aðfarir Assads og rússneskra stuðningsmanna hans í Sýrlandi eru vissulega ógeðslegar. Þeir bera ábyrgð á stærsta hluta mannfallsins í landinu, tunnusprengjum sem er varpað á óbreytta borgar og efnavopnaárásum. En svona skeyti frá forseta Bandaríkjanna eru gálaus og hættuleg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““