fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Morgunblaðið gefur skolp í borgarstjóra

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Samsett mynd/DV

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins tekur fráveitu á skolpi Reykjavíkurborgar fyrir í dag, en nokkur sóðaskapur hefur myndast í fjörunni við Ægissíðu undanfarið og bauð upplýsingafulltrúi Veitna fólki að koma og tíma ruslið með sér í kjölfar ábendinga um sóðaskapinn. Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins dregur Dag B. Eggertsson borgarstjóra til ábyrgðar og minnist skolpmálsins í fyrra:

„Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu heldur Reykjavíkurborg áfram að dreifa skolpi í fjörur borgarinnar. Borgin stóð fyrir ótrúlega mikilli mengun af þessu tagi í fyrra sem varaði lengi án þess að tekið væri í taumana. Borgarstjóri leit svo á að hann bæri enga ábyrgð á málinu heldur væri ábyrgðin með einhverjum óljósum hætti kerfisins. Að þessu sinni er það sjálfsagt líka bara nafnlaust kerfið sem ber ábyrgðina og raunar hefur borgarstjóri lýst því yfir að hann sé ánægður með viðbrögð kerfisins að þessu sinni. En skipulag kerfisins brást víst í fyrra þrátt fyrir alla miðlægu stjórnsýsluna og skolpið endaði í fjörunni þar sem foreldrar hafa talið óhætt og jafnvel æskilegt að leyfa börnum að leika sér.“

 

Þá hneykslast skrifari á ummælum upplýsingafulltrúans og segir lágt þjónustustig borgarinnar koma í ljós í könnunum:

 

„Nú er fjara Reykjavíkur aftur útötuð í skolpi og hvað skyldu yfirvöld þá bjóða upp á? Jú, viðbrögðin eru þau – þegar borgaryfirvöld átta sig loks á sóðaskapnum – að bjóða borgarbúum að koma niður í fjöru á sunnudagseftirmiðdegi til að tína skolprusl úr þaranum! Núverandi borgaryfirvöld hafa lengi háð botnbaráttuna þegar kemur að þjónustu við íbúana. Um það bera þjónustukannanir glöggt vitni, kannanir sem borgaryfirvöld eru hætt að vilja kaupa því að niðurstöðurnar henta ekki þeirri glansmynd sem reynt er að draga upp. En aðrir kaupa kannanirnar og þær eru gerðar og sýna til að mynda að Reykjavík vermir botnsætið af öryggi þegar kemur að ánægju íbúa með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins. “

  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt