fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Píratar vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurlisti Pírata

„Stefnt er að því að miðstöð innanlandsflugsins flytjist úr Vatnsmýrinni,“ segir í nýsamþykktri stefnu Pírata í Reykjavík um miðstöð innanlandsflugsins. „Áður en til þess kemur þarf annar flugvöllur á suðvesturhorni landsins að hafa tekið við miðstöð innanlandsflugsins,“ segir ennfremur í stefnunni.

Umræður og kosningar um ný stefnumál Pírata fara ekki fram á landsfundum, líkt og hjá flestum flokkum, heldur eru nýjar stefnur samþykktar árið um kring á þingi Pírata, x.piratar.is.

Með nýsamþykktri stefnu vilja Píratar í Reykjavík hvetja stjórnmálafólk til að taka næsta skref í umræðunni um flugvöllinn og innanlandsflug. Þá vilja Píratar í Reykjavík að hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur verði skoðuð af alvöru. „Lestin myndi nýtast miðstöð innanlandsflugsins og tengja sveitarfélögin á SV-horninu saman búsetu- og atvinnulega. Hún myndi draga úr bílaumferð, vera umhverfisvæn og auka umferðaröryggi. Áfram verði unnið að rannsóknum og hagkvæmniathugunum,“ segir í stefnunni.

Stefna Pírata í Reykjavík um miðstöð innanlandsflugsins er svohljóðandi:

1.  Stefnt er að því að miðstöð innanlandsflugsins flytjist úr Vatnsmýrinni. Áður en til þess kemur þarf annar flugvöllur á suðvesturhorni landsins að hafa tekið við miðstöð innanlandsflugsins.

2.   Á meðan miðstöð innanlandsflugsins er í Vatnsmýrinni þarf að viðhalda Reykjavíkurflugvelli þannig að hann geti gegnt hlutverki sínu með sóma.

3.  Fullkanna þarf mögulegar staðsetningar miðstöðvar innanlandsflugsins á suðvesturhorninu og taka síðan ákvörðun um uppbyggingu með lýðræðislegum hætti.

4.  Hraðlest REY-KEF yrði mikil samgöngubót fyrir farþega í millilandaflugi. Lestin myndi nýtast miðstöð innanlandsflugsins og tengja sveitarfélögin á SV-horninu saman búsetu- og atvinnulega. Hún myndi draga úr bílaumferð, vera umhverfisvæn og auka umferðaröryggi. Áfram verði unnið að rannsóknum og hagkvæmniathugunum.

5. Skoða þarf nýja staðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins í samhengi við mögulega hraðlest. Gæta þarf þess að skipulag lestarinnar og val á stöðvum falli vel að skipulagi og áætlun um Borgarlínu.

Brot úr greinargerð með stefnunni:

Miðstöð innanlandsflugsins mun fara úr Vatnsmýrinni

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að miðstöð innanlandsflugsins fari úr Vatnsmýrinni. Ástæðurnar eru að það er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta Vatnsmýri sem byggingarland og það byggingarland er betur staðsett með tilliti til vistvænna samgöngumáta en annað land innan borgarmarkanna. Þá stafar nokkur öryggisógn af flugvellinum í Vatnsmýri.

Áður þarf annar flugvöllur á suðvesturhorni landsins að taka við miðstöð innanlandsflugsins.

Ný staðsetning fyrir miðstöð innanlandsflugsins

Ýmsir kostir fylgja því að miðstöð innanlandsflugsins flyst til Keflavíkur og tengst alþjóðafluginu, sérstaklega ef fluglestin REY-KEF kemur. Þar má nefna styttri ferðatíma landsbyggð-útlönd og lægri ferðakostnað. Það kann því að bæta stöðu landsbyggðanna verulega.

Móta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum fyrir landið sem kann að hafa áhrif á áform um framtíðar staðsetningu flugvallar sem þjónar öllum landsmönnum.

Fluglest REY-KEF

Raunhæfir möguleikar virðast vera á að hraðlest REY-KEF komi í einkaframkvæmd án umtalsverðra útgjalda fyrir skattgreiðendur.

Með hraðlestinni styttist ferðatími milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins í 20 mínútur og ferðakostnaður stórnotenda lækkar verulega. Mengun minnkar, öryggi eykst og ýmiss óbeinn ávinningur fylgir svo sem samþætting vinnumarkaðar á SV horninu.

Nýr varaflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið. Næstu varaflugvellir eru á Egilsstöðum, Akureyri og í Skotlandi og flugvélarnar þurfa aukið eldsneyti, sem minnkar aðra burðargetu og þar með tekjur flugfélaganna. Því er æskilegt að hafa varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið ekki alltof langt frá Keflavík.

Kanna þarf hvort bygging nýs flugvallar í Hvassahrauni sé heppilegasti kosturinn fyrir miðstöð innanlandsflugvöll og fyrir alþjóðaflugið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump