fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Norðurlandaráð vill auka samstarf um netvarnir – Vinstri grænir á móti

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norræn stjórnvöld ættu að auka samstarf landanna á sviði netvarna og þá einnig við Eystrasaltsríkin. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs samþykkti á fundi sínum á mánudaginn að beina þessum tilmælum til ríkisstjórnanna á grundvelli tillögu flokkahóps hægrimanna í ráðinu. Rökin fyrir tillögunni eru þær alvarlegu netárásir sem beint er gegn Norðurlöndum á degi hverjum og sem geta skaðað gangverk samfélagsins.

„Vægi þessa málefnis eykst því miður með degi hverjum á öllum Norðurlöndunum,“ segir Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs. Norðurlönd eru það svæði í heiminum þar sem stafræn væðing er hvað lengst á veg komin og sama á við um Eystrasaltsríkin. Eistland sér í lagi hefur náð hvað lengst á sviði netöryggis en öndvegissetur NATO um netvarnir, Cyber Defence Centre of Excellence, er staðsett í Tallinn. Því leggur beint við að Norðurlönd leiti samstarfs við Eistland, Lettland og Litáen um netvarnir.

„Netógnin er sannarlega sameiginlegt viðfangsefni fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin,“

segir Michael Tetzschner. Hann bendir á að ógninni megi meðal annars mæta með því að löndin skiptist stöðugt á upplýsingum um stöðuna varðandi ógnir og hættur í netheimum.
Dýpka ætti samstarfið sem þegar er fyrir hendi um netvarnir innan vébanda NORDEFCO samkvæmt tillögunni. Þar er einnig bent á að samstarf um netvarnir við Bandaríkin og Evrópusambandið gæti orðið sameiginlegt verkefni landanna.

Flokkahópur vinstri grænna studdi ekki tillöguna.

Tillaga Norðurlandaráðs er í samræmi við aðgerðaáætlun um aukið netsamstarf sem Eystrasaltsríkjaþingið og Norðurlandaráð sömdu um í nóvember 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins