fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Utanríkisráðherra ávarpar Breta búsetta á Íslandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Stjórnarráðið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði í gær borgarafund fyrir Breta búsetta á Íslandi í boði breska sendiherrans Michael Nevin, en efnt var til fundarins af hálfu breska sendiráðsins til að ræða málefni Brexit og sér í lagi réttindi breska borgara á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB).

Í ávarpi sínu fór Guðlaugur Þór yfir það mikla samráð sem ætti sér stað milli íslenskra og breskra stjórnvalda vegna Brexit og að bæði ríki litu til framtíðar.

Sagði utanríkisráðherra jafnframt að það væri mikill pólitískur vilji til þess að réttindi borgara á EES-svæðinu yrðu ekki fyrir borð borin í kjölfar Brexit og ætti það við alla samningsaðila. Sagði hann réttindi borgaranna vera forgangsmál í þeim viðræðum sem fram færu og sagðist sannfærður um að lausn muni fást í að tryggja réttindi Breta sem búa og starfa á Íslandi og Íslendinga sem búa og starfa í Bretlandi. Vísaði utanríkisráðherra til þess að nýlega var haldinn fundur embættismanna bresku stjórnsýslunnar með sérfræðingum frá EES-EFTA ríkjunum í London þar sem áttu sér stað jákvæðar umræður um málefni á borð við búseturétt, réttinn til almannatrygginga og gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum. Hafa allir aðilar lýst yfir vilja sínum til þess að tryggja stöðu og réttindi breskra ríkisborgara sem búa á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein, sem og réttindi ríkisborgara EFTA-ríkjanna þriggja innan EES sem búsettir eru í Bretlandi.

Ávarp ráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“