fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Mosfellingar taka á móti flóttafólki

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar og Haraldur     Mynd/Stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu nýlega samning um móttöku 10 flóttamanna. Þetta er þriðji samningurinn um móttöku flóttafólks sem gerður er á þessu ári. Í hópnum eru sex fullorðnir og fjögur börn, þar af eitt ungmenni eldra en 18 ára.

Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en það hafa samtals þrettán sveitarfélög gert frá því að Flóttamannaráð var sett á stofn árið 1995.

Samningurinn ráðuneytisins og Mosfellsbæjar lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við hópinn á næstu tveimur árum. Þetta erþriðji samningurinn sem gerður er á þessu árium móttöku flóttafólks sem kemur til Íslands í samræmi við óskir Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem fóru þess á leit að íslensk stjórnvöld tækju á móti arabískumælandi flóttafólki sem staðsett er í Jórdaníu og úgönsku flóttafólki sem staðsett er í Kenýa.

Samningarnir taka til 52 einstaklinga sem kom frá Írak, Sýrlandi og Úganda. Frá árinu 2016 hafa íslensk stjórnvöld eflt móttöku flóttafólks til muna og tekið á móti 155 einstaklingum í samvinnu við Flóttamannasstofnun Sameinuðu þjóðanna, hlutaðeigandi sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi.

„Það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við höfum bæði vilja og getu til að leggja okkar af mörkum í samfélagi þjóðanna. Vandi þess fjölda fólks sem þarf að flýja styrjaldir, ofsóknir og margvíslega neyð er vandi okkar allra. Við höfum skyldur, við berum ábyrgð og við eigum að sýna hug okkar í verki“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Sveitarfélögin sem taka á móti flóttafólki undirbúa komu þess í nánu samstarfi við velferðarráðuneytið og Rauða krossinn á Íslandi. Samningurinn um móttöku flóttafólks byggist á viðmiðunarreglum flóttamannanefndar þar sem staða flóttafólks og réttindi þeirra eru skilgreind, fjallað um inntak aðstoðar fyrst eftir komu þess til landsins.  Í grófum dráttum snúa verkefnin að því að tryggja fólki húsnæði, félagslega ráðgjöf, menntun og fræðslu, heilbrigðisþjónustu, aðstoð við atvinnuleit og fjárhagsaðstoð til framfærslu. Rauði krossinn útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þess og hefur umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlögun að íslensku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka