fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Leiðinlegasta veðrið, glæra miskunnarlausa birtan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. mars 2018 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er veðrið sem mér finnst leiðinlegast á Íslandi. Glærir skraufþurrir dagar. Maður fær ofbirtu í augun svo tekur á alla leið inn í heila – þeir sem hafa tilhneigingu til hausverkja draga fyrir gardínur. Engin leið að fara út án sólgleraugna. Guð hjálpi mígrenissjúklingum. Maður finnur líka hvernig húðin fer öll að þorna upp. Ég fæ skellur í andlitið á þessum árstíma. Og svo kvefast ég eins og svo oft í svona frostþurrki.

Gefið mér rigningu og rok fremur en þetta þunglyndi. Jú, birta er góð, en þessi er miskunnarlaus.

Svona getur þetta verið vikum saman síðla vetrar, gæti þess vegna staðið fram í maí.

Í þurrknum verður allt svo skítugt, sandurinn sem borinn var á göturnar meðan snjóaði þyrlast upp, það syngur óþægilega í nagladekkjunum sem spæna upp malbikið.

Og magn ryks í andrúmsloftinu verður beinlínis hættulegt heilsunni. Það er varað við því að svifryksmengun sé margfalt yfir mörkum og svo verði næstu daga. Sagt að börn og þeir sem eru viðkvæmir eigi ekki að vera á ferli nálægt stórum umferðargötum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“