fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Þorsteinn les Bjarna Ben pistilinn

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, virðist stökkva hálfa leið upp á nef sér  vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson setti fram í garð Viðreisnar í kjölfar þess að flokkurinn studdi vantrauststillögu Pírata og Samfylkingar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra í gær.

Bjarni sagði RÚV við það tækifæri að honum þætti „lágkúrulegt“ af Viðreisn að styðja frumvarpið, þar sem flokkurinn hefði stutt Sigríði á síðasta ári, þegar Viðreisn var með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn, ásamt Bjartri framtíð.

Þorsteini þykir ekki mikið til orða Bjarna koma:

„Þegar rökin þrýtur grípur formaður Sjálfstæðisflokksins til fúkyrða. Hann minnist í engu á þá staðreynd að í millitíðinni hefur það komið í ljós að dómsmálaráðherra leyndi Alþingi og þáverandi ríkisstjórn þeirri staðreynd að þeir sérfræðingar sem ráðherra leitaði ráða hjá innan stjórnarráðsins réðu henni frá því að leggja málið fyrir þingið án frekari rannsóknar og rökstuðnings. Hæstiréttur komst síðar að þeirri niðurstöðu að rannsókn ráðherra hefði verið ófullnægjandi á grundvelli sömu sjónarmiða og ráðgjafar ráðherra settu fram. Ráðherra mátti því fyrirfram vera ljóst að tillaga sú sem hún lagði fyrir þingið væri ekki nægjanlega vel undirbúin. Hún reiddi sig fyrst og fremst á eigin sérfræðiþekkingu og hyggjuvit, líkt og fram hefur komið, þvert á ráðgjöf sérfræðinga og ábyrgð hennar hlýtur að teljast enn ríkari fyrir vikið,“

 

segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni. Hann segir ennfremur að Sigríði hefði verið ljóst að mál hennar væri vanbúið og þess vegna hafi Viðreisn stutt vantraustið:

 

„Það mætti raunar spyrja hvort Bjarni sem þáverandi forsætisráðherra hefði hleypt málinu í gegnum ríkisstjórn hefðu þessar upplýsingar legið fyrir. Málið var vanbúið og ráðherra var það ljóst. Það er vegna þessa sem þingflokkur Viðreisnar studdi vantraust á hendur dómsmálaráðherra. Við treystum ráðherra og studdum tillögu hennar til Alþingis um skipan dómara Landsréttar síðastliðið vor. Þær upplýsingar sem ráðherra leyndi hefðu vafalítið getað haft umtalsverð áhrif á afstöðu okkar og þar með endanlega afgreiðslu málsins. Vonbrigði okkar eru þeim mun meiri enda reis ráðherra ekki undir því trausti sem henni var sýnt. Þá var líka athyglisvert að hlusta á rökstuðning þeirra þingmanna Vinstri grænna sem kusu gegn vantrausti. Enginn þeirra gerði tilraun til að verja málsmeðferð dómsmálaráðherra heldur sögðu atkvæði sitt stuðning við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Var ekki annað á málflutningi þeirra að skilja en að hótun um stjórnarslit væri undirliggjandi ef vantrauststillagan yrði ekki felld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka